SOS sögur 14.nóvember 2023

Mægðin sameinuð á ný

Mægðin sameinuð á ný

Þegar Tamrat var fjögurra ára hvarf móðir hans skyndilega. Hún vann sem ræstingakona í borginni Jimma í Eþíópíu fyrir nokkrar fjölskyldur og Tamrat fylgdi henni þegar hún fór hús úr húsi. Dag einn skildi mamman litla drenginn eftir á einu heimilinu. Fjölskyldan annaðist Tamrat á meðan yfirvöld leituðu að móðurinni, en án árangurs.

Eftir um það bil mánuð flutti Tamrat inn í SOS barnaþorpið í Jimma. „Hann var rólegt, feimið barn. Í upphafi grét hann mikið á nóttunni,“ segir SOS móðirin Bizunesh sem tók á móti Tamrat litla. Smám saman fór honum að líða betur og hann byrjaði á leikskóla, lék sér með hinum börnunum í barnaþorpinu og sýndi sérstaka hæfileika í fótbolta.

SOS móðirin Bizunesh tók á móti Tamrat litla þegar hann kom í barnaþorpið eftir að mamma hans hafði yfirgefið hann. SOS móðirin Bizunesh tók á móti Tamrat litla þegar hann kom í barnaþorpið eftir að mamma hans hafði yfirgefið hann.

Mamman birtist skyndilega í barnaþorpinu

Fyrstu fimm árin vildi Tamrat ekki minnast á blóðmóður sína fyrr en dag einn þegar hún birtist skyndilega í barnaþorpinu. Hún hafði þá verið að leita að drengnum sínum og fyrrum vinnuveitandi hafði vísað henni á SOS barnaþorpið. Móðir hans hafði verið svo illa stödd á sínum tíma að hún gat ekki séð fyrir Tamrat og taldi honum fyrir bestu að alast upp hjá einhverjum öðrum. Á þessum fimm árum sem mæðginin voru aðskilin hafði móðir hans gifst skólakennara. Þau eiga nú hús í Jimma og búa við stöðugan fjárhag.

„Þessir endurfundir glöddu drenginn mikið og móðir hans hélt áfram að koma á hverjum sunnudegi með ávexti meðferðis,“ segir SOS mamman Bizunesh. Síðar þegar hún spurði Tamrat hjá hvorri móðurinni hann vildi frekar búa, svaraði hann: „Ég elska ykkur báðar, en ég vil búa með blóðmóður minni.“

Ég elska ykkur báðar, en ég vil búa með blóðmóður minni. Tamrat

Meiri áhersla lögð á að sameina börn og foreldra

SOS Barnaþorpin í Eþíópíu hafa undanfarið lagt í meira mæli áherslu á að sameina börn kynforeldrum sínum að nýju þegar það er mögulegt. Hjá Tamrat tók við aðlögunarferli og sálfræðingur SOS Barnaþorpanna undirbjó Tamrat fyrir flutning til  móður hans. Tamrat m.a. fékk ráðleggingar um hvernig hann gæti orðið hluti af nýja hverfinu, til dæmis með því að ganga í fótboltafélag.

Eftir tveggja ára undirbúning, árið 2018, flutti Tamrat heim til móður sinnar og stjúpföður. Tamrat er orðinn 15 ára og býr í dag með móður sinni, stjúpföður og litlu systur. Hann er í 8. bekk í einkaskóla sem SOS Barnaþorpin aðstoða við að greiða fyrir. Tamrat er orðinn 15 ára og býr í dag með móður sinni, stjúpföður og litlu systur. Hann er í 8. bekk í einkaskóla sem SOS Barnaþorpin aðstoða við að greiða fyrir.

Á þessum fimm árum sem mæðginin voru aðskilin hafði móðir hans gifst skólakennara. Þau eiga nú hús í Jimma og búa við stöðugan fjárhag. Á þessum fimm árum sem mæðginin voru aðskilin hafði móðir hans gifst skólakennara. Þau eiga nú hús í Jimma og búa við stöðugan fjárhag.

Það var erfitt að kveðja hann

SOS móðir Tamrat og systkini héldu kveðjuathöfn fyrir hann og fylgdu honum alla leið frá barnaþorpinu að nýju heimili hans í úthverfi Jimma. „Það var erfitt að kveðja hann en ég skil hann vel. Og við getum enn heimsótt hann og heilsað,“ segir SOS móðirin Bizunesh sem heimsækir hann reglulega.

SOS Barnaþorpin styðja fjölskylduna á ýmsan hátt eins og um matvæli og uppeldisfræðslu. Þá er vel fylgst með skólagöngu drengsins og heilsu fjölskyldunnar. Tamrat er klár strákur, góður í stærðfræði og dreymir um að verða endurskoðandi.

Fyrir utan húsið eru hænur í garði með ávaxtatrjám. Móðir Tamrat selur hænurnar til að vinna sér inn smá aukatekjur fyrir fjölskylduna. Tamrat tekur hænu í fangið og heldur í gogginn. Hann er vanur að hjálpa mömmu sinni með heimilisverkin.

Tamrat tekur hænu í fangið og heldur í gogginn. Hann er vanur að hjálpa mömmu sinni með heimilisverkin. Tamrat tekur hænu í fangið og heldur í gogginn. Hann er vanur að hjálpa mömmu sinni með heimilisverkin.

Ánægður með að fá fjölskylduna sína aftur

„Ég var mjög ánægður með að fá fjölskylduna mína aftur. Mér finnst mjög gaman að leika við litlu systur mína,“ segir Tamrat sem hefur einnig gengið til liðs við knattspyrnufélagið á staðnum, þar sem hann æfir með hverfisstrákunum eftir skóla. „Ég sé að hann er miklu ánægðari núna. Í byrjun vildi hann frekar spila fótbolta í barnaþorpinu en núna spilar hann með nýju vinum sínum,“ segir SOS móðir hans Bizunesh.

Viðtal og myndir: Anne Kidmose, SOS í Danmörku.

Móðir Tamrats hafði leitað mikið að stráknum sínum eftir að henni fór að ganga betur. Nú eru þau sameinuð á ný. Móðir Tamrats hafði leitað mikið að stráknum sínum eftir að henni fór að ganga betur. Nú eru þau sameinuð á ný.
SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði