SOS sögur 23.nóvember 2017

„Mig langaði til að enda þetta allt“

Líf hinnar þrítugu móður, Nínu frá Úkraínu, var eitt sinn gott. Hún starfaði í banka í Brovary og eiginmaður hennar var einnig í sæmilegri vinnu. Þau áttu tvö börn, borguðu lánið af íbúðinni sinni um hver mánaðarmót og lifðu nokkuð rólegu lífi.

Þangað til allt breyttist. Bankaútibúið sem Nína starfaði í, lokaði, þannig að hún missti starf sitt. Stuttu síðar komst hún að því að hún var ófrísk af þriðja barninu og þá yfirgaf eiginmaður hennar fjölskylduna. „Ég var miður mín. Einn daginn var ég á gangi þegar ókunnugur maður kom að mér og spurði hvernig ég vogaði mér að fæða barn þegar stríð var í landinu. Eftir það sá ég enga leið út og ég hugsaði um að fremja sjálfsmorð. Tengsl mín við börnin versnuðu. Roman, sá eldri, reifst við mig alla daga á meðan Valeriya, sú yngri, hætti að tala við mig. Mig langaði til að enda þetta allt,“ segir Nína.

Nína frétti af Fjölskyldueflingu SOS í maí 2016. „Vinkona mín sagði mér frá samtökunum og ég fór á fund. Þarna var ég nákvæmlega búinn að ákveða hvenær og hvernig ég ætlaði að enda líf mitt og var í raun bara að finna góðan stað fyrir börnin mín eftir að ég yrði farin.“

Þar hitti hún Lubu, sem er reyndur félagsráðgjafi SOS Barnaþorpanna sem áttaði sig strax á alvarleika ástandsins og útvegaði sálfræðiaðstoð fyrir Nínu. „Ég fór bæði í hóptíma og einkatíma og það var frábært. Þá fékk ég líka aðstoð inni á heimilinu, mat, föt fyrir börnin og bleyjur. Þá fóru bæði börnin mín á námskeið hjá SOS, Valeriya fór í dans og Roman á teikninámskeið. Þá fékk hann líka aðstoð sálfræðings og ég fann fljótt mun á honum,“ segir Nina.

„Einn daginn, um ári eftir að við kynntumst Lubu og SOS Barnaþorpunum, stoppaði ég og hugsaði um hvar við stæðum í lífinu. Þegar ég leit á Vitaliy sá ég ákveðna og glaða stelpu sem leiddi mig. Ég sá Roman sem metnaðarfullan dreng sem hjálpar til á heimilinu og dreymir um að verða flugmaður. Svo sá ég sjálfa mig, þreytta, en ætla ekki að gefast upp. Ég sá að börnin mín voru komin aftur og börnin voru á góðri leið með að fá mömmu sína aftur,“ segir Nina.

Fjölskyldan stefnir ótrauð á fjárhagsleg sjálfstæði en þangað til fær hún aðstoð frá SOS Barnaþorpunum. Nina er nú í námi og mun leita sér að vinnu þegar því er lokið. „Ég er svo þakklát. Takk Luba og SOS Barnaþorpin fyrir að grípa mig og börnin mín á okkur dimmustu stundum,“ segir hún að lokum.  

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr