Minh fær aðstoð frá Fjölskyldueflingu
Minh er tíu ára gömul og býr með frænku sinni og tveimur systrum í miðbæ Da Nang í Víetnam. Húsið sem þær búa í er um fimm fermetrar.
Fjölskyldan hefur verið í Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna í nokkur ár. Þannig fá systurnar tækifæri á að ganga í skóla, hafa aðgang að heilsugæslu og búa við betri aðstæður.
Fljótlega eftir að Minh fæddist fékk frænka hennar forræði yfir systrunum. Faðir þeirra hefur aldrei verið til staðar og fréttu systurnar ekki fyrir svo löngu síðan að hann væri dáinn. Móðir þeirra er í fangelsi og á eftir að vera þar í sex ár til viðbótar.
Minh segir að fjölskyldan sé henni afar mikilvæg. „Þar sem líffræðilegir foreldrar mínir eru ekki til staðar hefur frænka mín tekið okkur að sér. Ég lít á hana sem mömmu mína og elska hana mikið.“
Minh stundar nám í SOS skólanum á svæðinu og stendur sig afar vel. Hún hefur vakið athygli kennara fyrir góðan námsárangur og ætlar sér langt. „Mér finnst svo gaman í skólanum en ég ætla að verða læknir þegar ég er orðin stór,“ segir Minh að lokum.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.