Misstu foreldra sína úr ebólu
Það er runninn upp nýr dagur í SOS Barnaþorpinu í Monróvíu í Líberíu. Kyrrðin er mikil þar sem enginn er kominn á stjá. Smám saman lifnar þorpið við. Fyrsta barnið kemur út og svo fleiri. Börnin í SOS Barnaþorpinu er á leið í SOS grunnskólann eða leikskólann. Börnin hlaupa um með töskurnar á bakinu en SOS mæðurnar leiða þau yngstu. Á meðal þeirra er hinn þriggja ára Samuel og systir hans, Bess, sem er sex ára.
„Samuel og Bess eru yndisleg systkini,“ segir SOS móðir þeirra Waletor. „Þau komu í þorpið fyrir tveimur árum eftir að hafa misst foreldra sína úr ebólu og áttu erfitt fyrst um sinn. Þau hafa þó náð frábærum árangri síðan,“ segir hún stolt.
„Samuel er mjög virkur strákur og finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa um og leika sér. Hann stendur sig þó vel í skólanum og er góður nemandi. Hann er bara þriggja ára en kann stafrófið og tölurnar, sem mér finnst frábært!“
Waletor er ekki síður stolt af dóttur sinni, henni Bess. „Bess er svo listræn. Hún málar og teiknar svo vel og þegar hún þarf að tjá tilfinningar sínar gerir hún það oftar en ekki með penslinum. Hún byrjaði seinna en jafnaldrar sínir í leikskóla og er því á síðasta árinu núna. Hún byrjar í SOS grunnskólanum næsta haust og ég er fullviss um að hún standi sig vel,“ segir Waletor.
Alls komu sjötíu ný börn í SOS Barnaþorpið í Monróvíu eftir Ebólufaraldurinn. Um er að ræða börn sem misstu foreldra sína eða forráðamenn úr ebólu.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.