SOS sögur 1.ágúst 2018

Niðurbrotinn yfir því að komast ekki í skóla

Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna gengur út á að fátækar barnafjölskyldur á svæði í nágrenni barnaþorps fá aðstoð frá samtökunum til sjálfshjálpar, það er að sjá fyrir börnum sínum og mæta grunnþörfum þeirra. SOS á Íslandi fjármagnar nú tvö fjölskyldueflingarverkefni, eitt í Perú og annað í Eþíópíu. Það síðarnefnda hófst 18. janúar sl. á Tulu Moye svæðinu í 175 km fjarlægð frá höfuðborginni Addis Ababa. Þar hafa verið valdar 556 fjölskyldur sem lifa í sárafátækt og teknar inn í verkefnið en í þeim eru 1633 börn undir 18 ára aldri. Fólk býr þar við bágbornar aðstæður og þarf svo sannarlega á aðstoð okkar að halda.

Niðurbrotinn yfir því að komast ekki í skóla

Taye er 17 ára strákur sem hefur áhyggjur af framtíð sinni því foreldrar hans hafa ekki lengur efni á menntun fyrir hann. Hann á fimm yngri systkini sem foreldrarnir þurfa líka að fæða og klæða. Þar að auki þarf Taye að afla tekna fyrir heimilið. „Ég veit að foreldrar mínir eru að reyna sitt besta en lífið er erfitt án peninga. Ég er niðurbrotinn yfir því að komast ekki í menntaskóla.“ sagði Taye í samtali við starfsmann SOS Barnaþorpanna sem sá augu hans fyllast af tárum.
Taye á sér þann draum að verða læknir og sá draumur getur nú ræst með aðstoð fjölskyldueflingarinnar. „Ég vil verða læknir því það er skortur á þeim hér í Eþíópíu. Svo margar konur deyja af barnsförum og ég vil hjálpa til við að draga úr þeirri dánartíðni.“

Taye vinnur með pabba sínum við að útbúa mold til húsbygginga.

Sérþjálfað starfsfólk

SOS Barnaþorpin hafa þjálfað starfsfólk í að hjálpa þessum fjölskyldum í Tulu Moye og felst verkefnið m.a. í styðja þær til sjálfbærni. Áhersla er lögð á börnin fái menntun, fjölskyldur fá faglega aðstoð við að auka tekjumöguleika sína, meðal annars með námskeiðum í rekstrarháttum og fjármálalæsi. Þá er þeim gert kleift að taka lán á lágum vöxtum til að eiga fyrir grunnþörfum barnanna. Reikna má með að fjölskylda Taye muni með aðstoð fjölskyldueflingar SOS komast á réttan kjöl innan þriggja ára.

Móðir Taye heitir Emebet og er 32 ára. Hún hefur haft tekjur af því að baka flatbrauð og faðir hans vinnur við meðhöndlun á mold til húsabygginga en tekjurnar duga skammt. „Mín von er að SOS teymið muni hjálpa mér við að koma upp fjárrækt. Ég stefni á að leggja fyrsta sparnaðinn í reksturinn til að leggja grunn að hagnaði. Eftir það ætla ég að koma börnunum til mennta og kaupa næringarríkan mat en ég hef ekki haft efni á því.“ segir Emebet.

Í fjötrum fátæktar vegna skorts á menntun

Tadese Abebe, framkvæmdastjóri verkefnis fjölskyldueflingar SOS í Tulu Moey, segir að stærsta ástæðan fyrir fátækt fjölskyldna á svæðinu sé skortur á menntun. „Flestar fjölskyldurnar eru í þessari stöðu vegna þess að foreldrarnir eru ólæsir, óskrifandi og lítið menntaðir.“

Þú getur hjálpað

Fjölskyldueflingunni er haldið upp af Fjölskylduvinum SOS Barnaþorpanna. Til að gerast SOS-fjölskylduvinur getur þú annað hvort hringt á skrifstofu samtakanna í Kópavogi í síma 564 2910 eða einfaldlega farið inn á heimasíðuna sos.is og valið þar að greiða frá 1.000 krónum á mánuði upp í hærri fjárhæðir.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr