Pabbi myrti mömmu fyrir framan mig - ég var tveggja ára
Börn eiga skilið örugga æsku, ást og umhyggju. Sú var því miður ekki raunin hjá Önnu* í Bangladess. Aðeins tveggja ára gömul sá hún föður sinn myrða móður sína og þetta áfall fylgdi henni næstu árin.
„Mamma dó fyrir framan mig. Það hafði verið mikið ofbeldi á heimilinu. Pabbi myrti mömmu. Ég varð vitni að atvikinu. Ég var tveggja ára. Sumir telja að það sé ekki hægt að endurframkalla minningar frá svo ungum aldri en þeir ekki rétt. Ég burðast ennþá með þessa sársaukafullu minningu,“ segir Anna sem er 13 ára í dag.
Pabbi myrti mömmu. Ég varð vitni að atvikinu. Ég var tveggja ára. Anna
Fór að slást við systkini sín
Anna kom í SOS barnaþorp eftir að faðir hennar var fangelsaður. Fyrstu árin dafnaði stúlkan vel en þegar hún komst á unglingsárin versnaði andleg heilsa hennar. Hún svaf ekki á nóttunni, var haldin kvíða og slóst við SOS systkini sín og bekkjarfélaga.
Sem betur fer starfa sálfræðingar hjá SOS Barnaþorpunum og fékk hún nauðsynlega aðstoð hjá einum slíkum. Ráðgjafi hjálpaði líka fólki í kringum Önnu að skilja hvað hún var að ganga í gegnum. Meðferðin hjálpaði Önnu upplifði sig loks nógu örugga til að tala opinskátt og lýsti hún áhyggjum og ótta sem höfðu oft áhrif á hana.
Of erfitt að biðja um hjálpina
Í dag er Anna á betri stað og með frábæru fólki í kringum sig hefur hún öðlast jákvæðni og meiri hugarró. „Systir mín hefur það miklu betur núna. Við erum öll með henni í erfiðleikum hennar. Hún hefur orðið okkur innblástur fyrir það hvernig á að takast á við andlegar áskoranir,“ segir Saba, SOS-systir Önnu.
„Á einum tímapunkti gekk ég líka í gegnum andlega erfiðleika sem drógu mig niður. Þá fannst mér ég verða að tala við einhvern, alveg eins og systir mín gerði. Það er svo mannlegt að finnast það ofviða að biðja um hjálp,“ segir Saba.
*Nafn skáldað af persónuverndarástæðum.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.