SOS sögur 4.júlí 2023

Rak 16 ára dóttur sína á dyr því hún var ólétt eftir nauðgun

Rak 16 ára dóttur sína á dyr því hún var ólétt eftir nauðgun

Ég heiti Jóhanna* og bý í Lomé, höfuðborg Tógó. Mamma og pabbi eru skilin og ég bjó hjá pabba í september 2020 þegar skólinn minn var lokaður vegna COVID-19. Nágranni minn, ungur maður, bað mig um að sækja mat fyrir sig út í búð og þegar ég kom með matinn lokaði hann hurðinni á herbergi sínu og nauðgaði mér. Ég var 16 ára. Það var enginn heima og enginn heyrði í mér þegar ég barðist um.

Ég hafði aldrei stundað kynlíf en þarna varð ég ólétt. Ég var hrædd við að segja pabba frá því sem gerðist. Í hvert skipti sem ég mætti nágrannanum tók hjartað í mér kipp og ég varð svo reið. Þegar í ljós kom að ég var ólétt varð pabbi svo reiður að hann rak mig að heiman svo ég flutti til mömmu.

Ég mátti þola mikla niðurlægingu og móðganir af hálfu mömmu. Mér leið illa. Ég vildi hætta í skólanum og ekki eiga barnið. En allt breyttist eftir að fulltrúi SOS Barnaþorpanna kom í skólann. Jóhanna*

Fulltrúi fræddi móðurina

Okkar sambúð gekk illa til að byrja með og ég mátti þola mikla niðurlægingu og móðganir af hennar hálfu. Mér leið illa. Ég vildi hætta í skólanum og ekki eiga barnið. En allt breyttist eftir að fulltrúi SOS Barnaþorpanna kom í skólann dag einn í desember 2020 og skólastjórinn benti honum á mig. Ég vildi í fyrstu ekki tala við fulltrúann en hún hughreysti mig og fór og ræddi við mömmu. Það var þennan dag sem samband okkar mömmu varð gott aftur. Við fengum báðar sálfræðiaðstoð og samband okkar er miklu betra í dag.

SOS Barnaþorpin sáu mér fyrir sálfræði- og læknisaðstoð auk skólagagna og smávægilegs fjárhagslegs stuðnings fyrir nauðsynjum. Ég hef notið góðs af stuðningi SOS áður og eftir að ég eignaðist dóttur mína. Ég er komin með hugrekki aftur til að mæta í skólann og ég er að ná öllum prófum með glans. Ég er svo þakklát SOS Barnaþorpunum fyrir að gefa mér vonarglætu. Ég er núna staðráðin í að ná árangri í lífinu.

*Skáldað nafn af persónuverndarástæðum

Vitundarvakning og fræðsla er mikilvægur þáttur í verkefninu. Vitundarvakning og fræðsla er mikilvægur þáttur í verkefninu.

Verkefnið fjármagnað af SOS á Íslandi

Jóhanna* og móðir hennar eru meðal skjólstæðinga umbótaverkefnis sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Tógó. Verkefnið miðar að því að styðja barnafjölskyldur og samfélagið í forvörnum gegn kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. Verkefnið felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning og umönnun barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun með áherslu á að halda ungum stúlkum í skóla.

Foreldrar í Tógó þekkja oft ekki skilgreininguna á kynferðislegri misnotkun og því er fræðsla stór þáttur í verkefninu fyrir allt samfélagið. Verkefnið hefur náð til yfir 16.500 barna og ungmenna á svæðinu og alls yfir 40.000 manns. Öll markmið verkefnisins fyrir árið 2022 náðust og sex kynferðisbrotamenn voru sóttir til saka og eru þeir ekki teknir neinum vettlingatökum.

Síðan verkefnið hófst árið 2019 hafa um 260 fórnarlömb kynferðsilegrar misnotkunar á svæðinu fengið aðstoð hjá SOS Barnaþorpunum. 208 þeirra hættu í skóla en sneru aftur í námið.

Verkefnið í Tógó er að stærsum hluita fjármagnað af Utanríkisráðuneyti Íslands auk stuðnings frá Heimstaden.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði