Sinna fræðslu og forvörnum á SOS heilsugæslunni
Bernadette Okrah hlakkar ávallt til að hitta sjúklingana sína en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á SOS heilsugæslunni í Tema í Ghana. Hún sinnir börnunum sem búa í SOS Barnaþorpinu í Tema ásamt börnum sem ganga í SOS skólann og fjölskyldum sem búa í nágrenninu.
Asamoah, 10 ára, er fyrsti sjúklingur dagsins. Hann hefur fundið fyrir miklum kláða í öðru eyranu síðustu daga og einnig finnur hann fyrir verkjum. Eftir skoðun kemur í ljós að hann er með sýkingu í eyranu. „Ég var pínu hræddur við að koma að því mig langar ekki að fá sprautu. En mamma segir að líklegast þurfi ég ekki sprautu,“ segir Asamoah sem reynist rétt því hann fer heim með sýklalyf.
Bernadette hefur unnið á SOS heilsugæslunni í nokkur ár en íbúar Tema hafa fengið þjónustu þar í tæplega þrjátíu ár. Flestir sjúklingarnir sem koma inn fá meðferð við malaríu, sýkingum og niðurgangspestum.
Næsti sjúklingur býr í SOS Barnaþorpinu en um er að ræða SOS móðurina Georgiu. Hún hefur fundið fyrir brjóstverkjum undanfarnar vikur og er með slæman hósta. „Þetta er orðið það vont að ég get ekki haldið á minnstu stelpunni minni sem er tveggja ára,“ segir Georgia. Eftir skoðun greinir Bernadetta hana með lungnabólgu og þarf Georgia að fara á ríkisspítalann í myndatöku. Hún fær þó verkjastillandi lyf sem ættu að bæta líðanina næstu daga. „Ég er mjög ánægð með þjónustuna hér,“ segir Georgia. Læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir gefa sér alltaf góðan tíma til að útskýra hvað sé að og hvernig þeir ætla sér að vinna mein á því. Öll samskipti eru persónuleg og þægileg.“
Bernedette er mjög ánægð með að heyra þetta. „Við reynum að sinna sjúklingunum vel. Þá leggjum við mikla áherslu á forvarnir og fræðslu. Það er sparnaður fyrir okkur til lengri tíma ásamt því að allir græða á því að almenningur fræðist. Til að mynda er fræðsla fyrir mæður stór hluti af starfsemi okkar,“ segir hún. „Þannig fræðum við nýbakaðar mæður um næringu ungabarna, hreinlæti, skyndihjálp og fleira. Besta leiðin til að byggja upp sterkt samfélag er að skoða ástæður sjúkdóma, og oft getur fræðsla gert kraftaverk.“
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.