SOS sögur 16.júní 2016

SOS-heilsugæsla léttir lífið

Esetu, 42, er þakklát fyrir að þurfa ekki að velja á milli þess að versla í matinn og fara til læknis. SOS-heilsugæsla í nágrenni heimilis Esetu og fjölskyldu hennar gerir henni kleift að fá læknisþjónustu á viðráðanlegu verði. Samkvæmt henni er mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af lækniskostnaði.

Það er langt síðan Esetu og barnabörn hennar, Fana*, fjögurra ára og Ayana*, átta ára, skemmtu sér eins og hér, með snú-snúi fyrir utan húsið sitt í Jimma, Eþíópíu. Stelpurnar skiptast á að hoppa en Esetu lætur sér nægja að snúa reipinu.

Það er gaman fyrir Fönu og Ayönu að sjá Esetu fara úr húsi, en hún hefur undanfarið þjáðst af taugaveiki.

Esetu fór til heilsugæslu SOS Barnaþorpanna, sem staðsett er aðeins 10 mínútum frá heimili hennar, og fékk þar meðferð við veikindunum. Þar fékk hún einnig ráðgjöf um hreinlæti og hvernig skal komast hjá smiti.

Esetu er ekki sú eina í fjölskyldunni sem hefur fengið að njóta aðstoðar SOS-heilsugæslunnar. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fana húðsýkingu. Hana klæjaði um allan líkamann og fann fyrir bruna. Esetu fór með hana beint á heilsugæsluna og Fana missti aðeins af tveimur dögun úr skólanum.

Esetu segir að fjölskyldan myndi eiga afar erfitt ef ekki væri fyrir SOS-heilsugæsluna. Spítalar eru dýrir og að fara þangað hefur slæm áhrif á fjárhaginn.

„Ég er einstæð móðir og þarf að fylla fjóra maga; barnabörnin mín tvö, yngri dóttur mína og móður mína. Ég fæ um 1500 Birr (rúmar 8000 krónur) í tekjur á mánuði frá veisluþjónustunni minni. Með þessari innkomu get ég mætt þeim kröfum sem gerðar eru til mín á heimilinu tiltölulega auðveldlega vegna þess að kostnaður við heilsugæslu er lágur. Ég þakka SOS-heilsugæslunni fyrir að aðstoða okkur við að lifa góðu lífi,“ segir Esetu.

SOS-heilsugæslan opnaði á svæðinu í ágúst 2012 og tryggir að það fólk sem annars hefði ekki möguleika á læknisþjónustu fái þá meðferð sem það þarf. Með þessari ódýru heilsugæslu geta margar fjölskyldur og börn lifað heilbrigðara lífi. Esetu getur nú sett heilsu sína í forgang og þegar hún er við góða heilsu getur hún unnið, þénað pening og, síðast en ekki síst, séð fyrir ástvinum sínum. 

Esetu.JPG

*Nöfnum barnanna hefur verið breytt vegna persónuverndar.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr