SOS sögur 12.mars 2025

SOS-mamma fann skilvirka leið fyrir tilfinningar barnanna

SOS-mamma fann skilvirka leið fyrir tilfinningar barnanna

Rochelle starfar sem SOS-móðir í SOS barnaþorpinu í Manila á Filippseyjum. Þar annast hún börn sem eru ekki hennar eigin, en hún elskar þau eins og sín eigin.

Líf Rochelle hefur ekki alltaf verið auðvelt. Hún var ung og á leiðinni í kennaranám þegar óvænt þungun breytti stefnu hennar. Hún setti drauma sína á hilluna til að sjá fyrir syni sínum og foreldrum með því að reka litla verslun. En innst inni fann hún að hún gæti gert meira.

Byrjaði sem aðstoðarkona

Fyrir tveimur árum tók Rochelle skrefið og gekk til liðs við SOS Barnaþorpin sem aðstoðarkona á heimili í barnaþorpi. Ástríða hennar fyrir starfinu skilaði henni fljótlega stöðu SOS-móður, þar sem hún fann tilgang sinn í að skapa heimili sem byggir á kærleika, aga og skilningi. Í dag hefur hún sex börn í sinni umsjá sem kalla hana af ást og einlægni „mamma Rochelle“.

Hún hjálpar börnunum með heimavinnu, kennir þeim að lesa og fagnar hverjum áfanga í lífi þeirra. Rochelle leggur áherslu á að breyta einföldum stundum í tækifæri til að læra mikilvæga lífslexíu, eins og að spila borðspil til að styrkja rökhugsun, verðlauna góða frammistöðu í skólanum og skapa öruggt rými þar sem börnin geta tjáð tilfinningar sínar.

Mamma Rochelle hefur skapað ástríkt heimili í barnaþorpinu og sér þar fyrir sex börnum. Mamma Rochelle hefur skapað ástríkt heimili í barnaþorpinu og sér þar fyrir sex börnum.

Vill ekki þagga niður sársauka barnanna

Mamma Rochelle skilur hvernig það er að vera barn sem byrgir inni í sér sálræn vandamál og það sést á nálgun hennar í umhyggju fyrir börnunum. Eitt af því sem hún innleiddi á heimili sitt í barnaþorpinu er sérútbúið herbergi sem börnin geta valið að fara inn í ef þau þurfa að losa um gremju, gráta þegar þau þurfa og vinna úr tilfinningum sínum án ótta við að aðrir sjái.

„Ég vil ekki þagga niður í sársauka þeirra. Ég leyfi þeim að gráta og tjá sig frjálst. Ég veit hvernig það er að bera sorgina ein, ung að árum, og ég vil að þau upplifi aldrei slíkt ein,“ segir Rochelle með tár í augum.

Á gleðistundu í helgarfríi. Á gleðistundu í helgarfríi.

Heldur góðu fjarsambandi við eigin son

Þrátt fyrir að verja mestum tíma sínum í barnaþorpinu heldur Rochelle nánu sambandi við líffræðilega son sinn, sem býr hjá foreldrum hennar. Þau tala saman daglega í gegnum myndsímtöl og hún kennir honum mikilvægi þess að gefa af sér til annarra. „Hann skilur hlutverk mitt og veit að það að deila með öðrum er kærleikur,“ segir hún.

Rochelle upplifir stundum einmanaleika, en ávallt stendur hún sterk. „Ég vil leiðbeina börnunum mínum áfram um bestu mögulegu leið í lífinu. Ég verð áttavitinn þeirra og ljósið sem lýsir þeim veginn. Ég mun alltaf vera móðir þeirra og mitt hlutverk er að styðja þau til velgengni.“

59 börn með SOS-foreldra á Íslandi

Saga Rochelle sýnir vel þá einstöku þýðingu sem SOS Barnaþorpin hafa fyrir börn sem þurfa á fjölskyldu og ást að halda. Bak við þetta þýðingarmikla starf mömmu Rochelle eru styrktaraðilar sem gera SOS-mæðrum eins og Rochelle kleift að skapa heimili þar sem kærleikur og traust ræður ríkjum og breyta þannig lífi barnanna til hins betra.

Á Filippseyjum eru átta SOS barnaþorp auk sjálfstæðra heimila undir eftirliti samtakanna. Yfir eitt þúsund börn og ungmenni eru á framfæri SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum sem njóta gæðaumönnunar. 59 þeirra barna eiga SOS-foreldra á Íslandi.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr