SOS sögur 5.nóvember 2024

SOS mamma í 40 ár

Þær eru margar SOS mömmurnar sem hafa staðið vaktina fyrir umkomulaus börn á þeim 75 árum sem SOS Barnaþorpin hafa verið starfandi. Í barnaþorpinu í Gandaki í Nepal býr Chandra Kala en hún er ein af mörgum SOS mömmum sem hafa helgað líf sitt því að passa upp á og ala upp börn sem hafa misst foreldra sína. Á þeim 40 árum sem hún hefur starfað sem SOS mamma, hefur hún alið upp 35 börn, börn sem hefðu annars ekki haft neinn til að gæta sín.

Undirbúningur fyrir SOS mömmur

Hlutverk SOS móður er að annast þau börn sem til hennar koma, veita þeim stuðning, ást og umhyggju og ala þau upp eins og þau væru hennar eigin börn. Til að gerast SOS mamma þarf fyrst að fara í gegnum umsóknarferli og svo í tveggja ára nám hjá SOS Barnaþorpunum þar sem farið er yfir undirstöðuatriði uppeldis, heimilisbókhalds, hreinlætis, næringarfræði og annarra þátta sem skipta máli við rekstur heimilis og uppeldi barna.

Það getur verið krefjandi að ala upp svona mörg börn. Þau koma öll frá ólíkum bakgrunni og hafa upplifað mjög erfiða tíma áður en þau komu í barnaþorpið. Chandra Kala

Kærleiksríkt heimili

Þó það geti verið krefjandi að ala upp svona mörg börn sem öll hafa upplifað erfiða tíma tekst Chandra Kala það með því að sýna börnunum ást og umhyggju. Henni finnst það auðvelt því hún lítur á þau sem sín eigin börn. Hún fylgist með uppvexti þeirra og þegar þau flytja að heiman heldur hún áfram sambandi við þau, fær fréttir frá þeim og fylgist vel með því sem þau eru að gera.

Börnin hafa sterka tengingu við Chandra Kala, jafnvel þó þau séu uppkomin. Þau líta ávallt á hana sem mömmu sína og geta alltaf leitað til hennar. Chandra segir að lykilatriði þess að vera góð mamma sé að vera hreinskilin, umhyggjusöm og kærleiksrík. Það hafi hún sjálf reynt að vera.

Fyrsti barnahópurinn sem Chandra Kala annaðist Fyrsti barnahópurinn sem Chandra Kala annaðist
Ég bjó í Bandaríkjunum í 18 ár en ég kom aftur heim því mamma á heima hér. Þegar hún tók okkur að sér ákvað hún að hún myndi aldrei yfirgefa okkur. Saligram Adhikari, SOS sonur Chandra Kala

Tíminn flýgur

Chandra Kala hefur nú verið SOS mamma í 40 ár en henni líður eins og þetta hafi bara verið 40 mánuðir. Hún telur sig afar lánsama að hafa fengið að starfa við þetta. Hún er þakklát fyrir það líf sem hún hefur fengið að lifa og hún myndi ekki vilja breyta neinu.

„Ég er lukkulegasta kona í heimi. Ekkert er jafn gefandi og að ala upp umkomulaus börn. Ég er svo stolt af SOS fjölskyldu minni,“ segir Chandra Kala.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr