Stór fjölskylda á flótta
Hinn níu ára Khulud yfirgaf heimili sitt í Aleppo í Sýrlandi fyrir tveimur árum síðan ásamt móður sinni, föður og sjö systkinum. Fjölskyldan tók ákvörðun á sínum tíma um að flýja land eftir að sprengja sprakk fyrir framan húsið þeirra og fimm börn létust. „Það var hræðilegt að sjá fimm lítil börn deyja í garðinum hjá okkur. Það munaði litlu að þetta hefðu verið mín börn,“ segir móðir Khulud.
„Mamma sagði mér að horfa ekki en ég sá samt vini mína liggja í garðinum. Hendurnar þeirra duttu af og fæturnir líka,“ segir Khulud sorgmæddur.
„Eftir þetta þurftum við að fara,“ segir faðir Khulud. Við lögðum af stað, sváfum undir trjám og borðuðum stundum ekki í nokkra daga. Stundum lifðum við á grasi og laufum í nokkra daga í röð,“ segir hann. „Ég gat ekki sofið á næturnar heldur horfði bara á börnin mín og grét.“
Eftir rúmlega ár á flótta innan Sýrlands ákváðum við að fara til Líbanon. Fyrstu mánuðina vonuðumst við til að stríðinu myndi ljúka en sú von er alveg horfin í dag. „Við höfum það betra hér heldur en í Sýrlandi. Líf okkar er ekkert líkt því sem við þekktum fyrir stríð, en við erum heppin að hafa komist hingað,“ segir fjölskyldufaðirinn. „Við höfum fengið góða aðstoð frá SOS Barnaþorpunum hér í Líbanon.“
Fjölskyldan hefur komið sér fyrir í litlu þorpi í Líbanon. „Hér eru margir flóttamenn, flestir frá Sýrlandi. Við erum með þak yfir höfuðið en það vantar hurðir, glugga og salernisaðstöðu. Börnin hafa ekki farið í skóla síðan við flúðum heimili okkar,“ segir móðir Khulud en þar sem börnin eru skráð sem flóttamenn mega þau ekki ganga í skóla í Líbanon.
„Ég ætla samt að byrja í skóla fljótlega,“ segir Khulud. „Ég ætla nefnilega að verða læknir svo ég geti bjargað vinum mínum sem missa hendurnar og fæturna í sprengingum.“ „Mikið vona ég að draumur hans rætist,“ segir móðir hans.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.