SOS sögur 13.desember 2019

Suður-Asíumeistari með landsliði Nepal

Suður-Asíumeistari með landsliði Nepal

Mikil gleði braust út í SOS barnaþorpinu í Bharatpur í Nepal sl. þriðjudag, 10. desember, þegar U23 ára karlalandslið Nepal í fótbolta sigraði Bútan 2-1 í úrslitaleik Suður-Asíuleikanna. Einn leikmanna nepalska landsliðsins er Rajesh Pariyar, sem ólst upp og býr í barnaþorpinu.

Rajesh er 19 ára sóknarmaður sem hóf landsliðsferil sinn fyrir Nepal á þessum Suður-Asíuleikum. Þeir fóru fram í Nepal þar sem heimamenn vörðu titilinn frá því á leikunum fyrir tveimur árum. „Ég átti mér þann draum að spila fyrir þjóð mína í alþjóðlegri keppni og þessi draumur er nú orðinn að veruleika,“ segir Rajesh sem spilaði úrslitaleikinn fyrir framan tæplega 18 þúsund áhorfendur.

Mynd: HamroKhelkud.com

Æfði fótbolta í barnaþorpinu

Rajesh ólst upp í barnaþorpinu í Bharatpur en býr nú á ungmennaheimili þorpsins þar sem ungmennin búa sig undir að standa á eigin fótum í framtíðinni. Rajesh sýndi ungur að árum mjög mikinn áhuga á fótbolta og þegar barn finnur sig vel í ákveðinni íþrótt fær það sérstakan stuðning frá þorpinu við iðkun hennar. Svo var einnig í tilfelli Rajesh sem fékk að æfa fótbolta upp barnæsku sína í barnaþorpinu.

Nú vonum við bara að Rajesh eigi bjarta framtíð í fótboltanum og hver veit nema við munum dag einn sjá hann í sjónvarpinu spila í hæsta gæðaflokki.

Mynd: Amul Thapa

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði