SOS sögur 4.desember 2018

Svona er að vera SOS-mamma

„Það er orðið líf mitt að vera SOS-mamma. Ég stend ekki upp og fer heim af því að vinnudegi er lokið.“ Þessi setning Andreu Kamir hljómar kunnuglega enda á hún við um flesta foreldra. Andrea byrjaði að vinna sem SOS móðir í Hinterbrühl í Austurríki í upphafi ársins. Hún er 34 ára SOS móðir fjögurra systkina á aldrinum 5-11 ára. Reynslusaga Andreu er í raun eins og lýsing á hefðbundnu móðurhlutverki.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

Þekkir tilfinningar þeirra

„Ég tengist börnunum mjög sterkum böndum. Ég þekki nú orðið hvert smáatriði í tilfinningum þeirra og þau þekkja mig á sama hátt. Þau þekkja mig meira að segja þegar ég er ekki upp á mitt besta. Ég þekki þegar þau verða veik og þau þekkja mig þegar ég verð veik. Við búum nú einu sinni saman. Við erum fjölskylda. Mitt persónulega líf er í þessu húsi. Vinir mínir heimsækja mig hingað og við förum saman í heimsókn til þeirra. Börnin hafa líka hitt foreldra mína því þau eru hluti af lífi mínu.“ segir Andrea sem vissi snemma á lífsleiðinni að hún vildi helga líf sitt börnum.

„Ég vissi það þegar ég var ung stelpa að ég vildi vinna með börnum. Ég er menntaður leikskólakennari en byrjaði þó ekki að vinna við það strax. Ég vann á skrifstofu í 6 ár en þrátt fyrir frábært starfsumhverfi þar veitti það mér ekki næga lífsfyllingu. Á einhverjum tímapunkti í skrifstofustarfinu ákvað ég að verða SOS-móðir.“

Mikilvægt að missa ekki stjórn á skapi sínu

Andrea fór í gegnum langt og strangt ferli áður en hún varð SOS-móðir. Hún starfaði í þrjú og hálft ár sem aðstoðarkona við umsjón barna í SOS barnaþorpinu í Hinterbrühl. Til viðbótar við það lauk hún þriggja ára kennaranámi áður en hún varð SOS-móðir í upphafi þessa árs. „Ég er ennþá að læra á hlutverkið. Það koma tímabil sem reyna verulega á en ég upplifi líka fallegar stundir. Það er mikilvægt að missa ekki stjórn á skapi sínu þegar deilur eiga sér stað. Ég upplifði alveg byrjunarörðugleika þegar börnin létu reyna á ýmis mörk og reglur en það er bara hluti af þessu.“

Þarf að öðlast traust barnannaAusturriki sos.jpg

Andrea segir að hún hafi þurft að öðlast traust barnanna en það kom þegar þú fundu að Andrea var komin til að vera og færi ekki frá þeim. „Þau þurftu fullissu um að ég yrði hjá þeim á hverju kvöldi. Þau þurfa faðmlag og nærveru og svo samtöl eru þeim mjög mikilvæg. Þau tala mikið og vilja að ég hlusti á þau. Það er þeim mikilvægt.“

SOS-mæðurnar þurfa líka að mennta sig í að fást við erfið verkefni sem tengjast börnunum í þorpunum. Það geta verið samskipti við kynforeldra þeirra í viðeigandi tilfellum, áföll, deilur og stjórnununarhættir. Þá þarf Andrea að taka mið af mismunandi þörfum hvers barns. „Eitt barnanna minna vill t.d. meira frelsi. Hann þyrstir í fróðleik og spyr margra spurninga eins og um himingeiminn og meira að segja hvernig búktal gengur fyrir sig.“

Börnin ljúki menntun

Andrea vill að börnin sín nái að móta sína eigin framtíð. „Ég vona að þau finni sína leið og geti ákveðið hvað þau vilja gera í framtíðinni. Ég vona að þau ljúki menntun og finni vinnu gerir þau hamingjusöm og tryggi framtíð þeirra.“ segir Andrea að lokum.

10 SOS barnaþorp eru í Austurríki og í þeim búa 258 börn og 189 starfsfólk.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr