SOS sögur 28.júní 2019

Þegar ofbeldið tók enda

Þegar ofbeldið tók enda

Það var á köldum og blautum sunnudegi í nóvember 2018 í Minsk í Hvíta Rússlandi sem Dasha* og dóttir hennar, Anna*, urðu heimilislausar. Ofbeldisfullur sambýlismaður Döshu og barnsfaðir rak þær mæðgur á dyr, degi fyrir eins árs afmæli dóttur þeirra.

Þær áttu ekki í nein hús að venda og Dasha hafði hringt í nokkrar vinkonur sínar þegar hún á endanum fékk símanúmer hjá Katyu, félagsráðgjafa hjá SOS barnaþorpinu í Borovljani. Þar er barnamiðstöð sem aðstoðar einstæðar mæður í slíkum kringumstæðum. Dasha og Anna fluttu inn í miðstöðina um kvöldið.

„Katya var utanbæjar í helgarfríi en flýtti sér aftur í bæinn til að hitta okkur. Ég ætlaði ekki að trúa því að einhver myndi leggja slíkt á sig fyrir okkur," sagði Dasha og þær mægður fengu allt sem þær þurftu í barnaþorpinu, mat, hrein föt, hreinlætisvörur og öruggt húsaskjól.

Dasha Skilti 1.jpg

Dasha hafði mátt þola mikið ofbeldi af hendi sambýlismannsins og félagsráðgjafinn Katya segir að þá sé mikilvægast að konan finni fyrir öryggi. „Streitan nær ekki bara til konunnar heldur til barnsins líka. Hér fá þær tíma til að jafna sig og slaka á því manneskja í svona áfalli er ekki fær um að taka raunhæfar ákvarðanir.“

Dasha Skilti 2.jpg

Þær mæðgur voru báðar skjálfandi af áfalli þegar þær komu í barnaþorpið. Litla stúlkan borðaði hvorki né brosti í tvo daga. Því er sálfræðiaðstoð barnaþorpsins dýrmæt fyrir þær mæðgur.Dasha sem er á fertugsaldri segir að hegðun sambýlismannsins hafi breyst eftir að hún varð ólétt og þau fluttu heim til foreldra hans. „Hann hætti að vinna og einangraði mig frá vinum mínum og fjölskyldu. Þá hófst drykkjan og svo kom ofbeldið. Ég skrifaði fyrsta kinnhestinn á „slys" en svo varð ofbeldið daglegt."

Dasha segir að þeim mægðum líði báðum mun betur í dag og dvölin í miðstöðinni í SOS barnaþorpinu hafi veitt sér andlega hvíld. „Ég er svo ánægð að vera laus frá honum. Þetta ástand varð skaðlegt fyrir mig og dóttur mína. Hann barði mig, oft fyrir framan Önnu. Hann braut mig niður andlega. Ég var að vinna en hann hirti öll launin mín. Ég hugsaði oft um að fara en ég átti engan pening eða annan samastað.“

Dasha Skilti 3.jpg

Dasha segir að ef ekki hefði verið fyrir SOS Barnaþorpin hefir hún farið aftur til ofbeldismannsins. „Það er enginn í mínu lífi sem hefði gefið mér tíma og ráðrúm til að vinna í mínum malum og ná þangað sem ég hef náð í dag. Foreldrar mínir og vinir hefðu sífellt þrýst á mig að taka ákvarðanir í flýti og ég hefði klárlega tekið þær röngu. Hjá SOS dæmdi mig enginn né rak á eftir mér.“

Dasha sem er leikskólakennari að mennt ætlar að mennta sig frekar til að auka atvinnumöguleika. Þá hefur samband hennar við foreldra hennar skánað. „Þau eru miklu betri við mig eftir að þau sáu þá miklu breytingu sem hefur orðið á mínu lífi. Það kemur til greina að við flytjum til þeirra,“ segir Dasha sem vonar að fljótlega geti hún svo flutt inn í eigin íbúð með dóttur sinni.

*Skálduð nöfn af persónuverndarástæðum.

Belarus_CV-Borovljani_Katerina-Ilievska_1248_JPG.jpg

Happy Baby miðstöðvarnar í SOS Barnaþorpunum í Hvíta Rússlandi hjálpuðu 311 börnum og 255 foreldrum á síðasta ári.

Við óskum sérstaklega eftir SOS-barnaþorpsvinum fyrir barnaþorpið í Borovljani í Hvíta Rússlandi.

 

SOS-foreldri barna á Gaza

SOS-foreldri barna á Gaza

SOS-foreldri barna á Gaza

Sem SOS-foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa og fer þeim nú fjölgandi. Einnig er hægt að greiða stakt framlag í neyðarsöfnun SOS.

Mánaðarlegt framlag
4.500 kr