SOS sögur 16.apríl 2018

Þremur árum eftir skjálftann

Þann 25. apríl 2015 reið jarðskjálfti af stærðargráðunni 7,8 á Richter yfir Nepal. Nærri 9.000 manns létust í skjálftanum og ein þeirra var móðir Sujal, tveggja ára drengs.

Faðir Sujal starfaði í öðru landi og var því ekki á staðnum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Auk þess að missa móður sína og heimili, fótbrotnaði Sujal litli og þurfti hann strax að fá aðhlynningu á líkama og sál. Honum var komið í hendur SOS Barnaþorpanna sem hlúðu að honum á meðan náinn ættingi var ekki til staðar.

Alls tóku SOS Barnaþorpin að sér um 400 börn sem misstu heimili sín og foreldra í jarðskjálftanum. Samtökunum tókst að koma 350 þeirra til náinna ættingja (þ.á.m. Sujal) en 50 áttu engan að og fengu varanlegt heimili og fjölskyldu í SOS Barnaþorpum.

Sujal ásamt stjúpmóður sinniPabbi Sujal litla giftist aftur og nú býr drengurinn hjá honum og stjúpmóður sinni ásamt stjúpsystur. „Við fylgjumst með þeim og höfum heimsótt þau. Þau hafa það mjög gott og eru sátt,“ segir starfsmaður SOS Barnaþorpanna í Nepal. Hann segir tekjur fjölskyldunnar smám saman hafa aukist og hafa SOS Barnaþorpin ekki þurft að styðja hana fjárhagslega síðan í janúar sl.

Sujal er í leikskóla og býr í Jorpati, ekki langt frá höfuðborginni Kathmandu.

Þú getur skráð þig sem styrktarforeldri eins umkomulauss barns og fylgst með því. Smelltu hér.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr