SOS sög­ur 4.október 2017

Þurfti að læra að fara í sturtu

Em­idio var fimm ára gam­all þeg­ar ná­grann­ar hans tóku hann að sér eft­ir að for­eldr­ar hans lét­ust. Hins­veg­ar gat ná­granni hans ekki séð fyr­ir hon­um vegna fá­tækt­ar og fékk Em­idio sjald­an að borða. Þeg­ar Em­idio var sex ára gam­all eign­að­ist hann nýtt heim­ili í SOS Barna­þorp­inu í Chimoio í Mósam­bík en í dag er Em­idio tólf ára.

„Nýja fjöl­skyld­an í barna­þorp­inu þurfti að kenna mér ým­is­legt,“ seg­ir Em­idio. „Ég þurfti að læra að fara í sturtu, bursta tenn­urn­ar og fara úr óhrein­um föt­um. Þeg­ar ég kom var það mín heit­asta ósk að fara í skóla. Ég öf­und­aði krakk­ana fengu að vera í skóla­bún­ing með tösku á bak­inu. Ég ætl­aði ekki að trúa því þeg­ar SOS mamma mín spurði hvort ég væri ekki til­bú­in í skól­ann,“ seg­ir hann.

Og Em­idio náði ótrú­lega góð­um ár­angri í skól­an­um en nú í vor var kom­inn tími til að fara í áfram­hald­andi nám. „Nú er ég orð­inn tólf ára og þá hafði ég val um að fara í venju­leg­an fram­halds­skóla eða tækni­skóla. Mig dreym­ir um að verða raf­virki og því valdi ég tækni­skól­ann,“ seg­ir Em­idio.

Em­idio mætti nokkr­um erf­ið­leik­um í nýja skól­ann. Náms­efn­ið var erf­ið­ara en hafði bú­ist við og var Em­idio ekki van­ur slík­um að­stæð­um. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að tak­ast á við þessa erf­ið­leika og fann fljót­lega fyr­ir þung­lyndi og kvíða. Hann ein­angr­aði sig og vildi ekki tala um hlut­ina.

Claudia Duarte, fé­lags­ráð­gjaf­inn í þorp­inu tók eft­ir breyt­ing­um á Em­idio og tal­aði við hann. „Fljót­lega kom í ljós að Em­ido hafði mikl­ar áhyggj­ur af ein­kunn­um sín­um. Hann var hrædd­ur við að mistak­ast og vissi ekki hvernig hann átti að bregð­ast við. Við rædd­um mál­in og hvernig mað­ur tekst á við erf­ið­leika. Við ákváð­um svo að hann myndi hitta einka­kenn­ara sem gæti hjálp­að hon­um með náms­efn­ið. Em­idio er frá­bær nem­andi og fram­tíð hans er afar björt,“ seg­ir Claudia.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr