SOS sögur 24.maí 2017

Ungir frændur á flótta

Bahadar og Omar eru tólf og þrettán ára frændur frá Pakistan. Þeir flúðu frá heimalandinu til Evrópu. Í dag eru þeir staðsettir í Serbíu, ætla þaðan til Ungverjalands en vilja enda í Austurríki.

Á meðan frændurnir eru í Serbíu, dvelja þeir í miðstöð fyrir flóttafólk á vegum SOS. „Hinir strákarnir eru allir komnir til Austurríkis,“ segir Omar og er þá að tala um nokkra eldri drengi sem þeir ferðuðust með.  

„Við þurftum að flýja frá Pakistan útaf talíbönunum. Þeir sprengdu húsið okkar og leyfðu okkur ekki að fara í skóla. Við fórum frá Pakistan til Írans, þaðan til Tyrklands og Búlgaríu og svo til Serbíu,“ segir Bahadar.

Serbia_ERP_Belgrade_KaterinaIlievska (4).jpgEn voru þeir ekki hræddir á leiðinni? „Jú auðvitað,“ svarar Omar. „Við gengum til dæmis í gegnum skóg í þrjá daga án matar eða vatns. Ég var að reyna að vera sterkur og passa upp á Bahadar en ég var mjög hræddur.“

Það er fínt að vera hér í SOS miðstöðinni,“ segir Bahadar. „Við erum mikið hérna í tölvuhorninu þar sem við getum kíkt á Facebook og Skype.“

Slavko Bosnjak, starfsmaður SOS hefur hjálpað mörgum við að setja upp netföng og Facebook aðgang ásamt því að vera með grunnkennslu í tölvunotkun. „Margir hér eru ekki með farsíma og því þurfa þau að kunna á tölvu til að geta átt samskipti við ættingja sína.“

Slavko segir mörg einsömul börn vera í miðstöðinni. „Já hér eru mörg börn sem eru ein á ferð en einnig margar fjölskyldur.“

Slavko hefur kynnst mörgum flóttabörnum undanfarna mánuði og heyrt ótrúlegar sögur. „Flestar sögurnar eru afar sorglegar en það er magnað hvað fólk getur haldið í vonina, og þá sér í lagi börnin.“

Bahadar og Omar eru vongóðir og segjast vilja einbeita sér að framtíðinni í stað þess að hugsa um það sem var. „Auðvitað væri best ef við gætum verið heima í Pakistan, farið í skóla og búið með fjölskyldum okkar. Það er því miður ekki hægt og við ætlum að gera okkar besta til að lifa góðu lífi í Evrópu. Mig langar að mennta mig og lifa lífinu,“ segir Omar. Hinn tólf ára Bahadar brosir og lítur á frænda sinn. „Ég ætla að mennta mig og verða ríkur!“

 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr