SOS sögur 14.júní 2017

Vann á akrinum

Latifah fæddist fyrir tíu árum síðan í litlu þorpi í Kenía. Foreldrar Latifuh létust þegar hún var aðeins fjögurra ára en þá flutti hún til frænku sinnar ásamt yngri systur sinni. Frænka þeirra var alls ekki í ástandi til að hugsa um systurnar. Hún var heyrnarlaus, gat ekki unnið og átti því ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum fyrir stúlkurnar.

„Ég var svo ung en ég man allt. Ég man hve illa okkur leið en við þurftum að vinna á akrinum og gátum ekki farið í skóla. En ég man líka hversu vel okkur leið þegar við komum til SOS,“ segir Latifah en árið 2012 fengu þær nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Buruburu í Kenía. „Lífið gjörbreyttist á einni nóttu.“

Systurnar heimsækja frænku sína og aðra ættingja reglulega og oftar en ekki kemur SOS móðir þeirra með í heimsóknirnar. „Mér finnst gaman að heimsækja frænku mína en mig langar ekki að búa hjá henni. Mér þykir vænt um hana en líf mitt í barnaþorpinu er svo gott og ég er svo hamingjusöm,“ segir Latifah.

Latifah ætlar sér langt en hún stefnir á að verða lögfræðingur. „Draumur minn er að búa í landi án spillingar. Sem lögfræðingur get ég hjálpað til við að halda landinu okkar öruggu og koma spilltu fólki í fangelsi,“ segir hún. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr