Vann þriðjung allra verðlauna Jórdaníu á heimsleikunum
Sahera Sa’ad ólst upp í SOS barnaþorpinu í Aqaba í Jórdaníu og fyrr á þessu ári var hún ein af 26 íþróttamönnum sem kepptu fyrir hönd Jórdaníu á heimsleikum Special Olympics. Hún til tvennra af sex verðlaunum Jórdaníu á leikunum sem fram fóru í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í 4x100 metra boðhlaupi og langstökki.
Sahera sem er 31 árs ólst upp í barnaþorpinu frá 5 ára aldri og hefur keppt í frjálsum íþróttum frá því hún var 10 ára þegar hún tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum Special Olympics. Hún hefur rakað inn verðlaunagripum á þessum tíma en hún viðurkennir að það hafi verið stressandi í upphafi að keppa á alþjóðlegum mótum árið 2003 því það var henni svo mikið kappsmál að koma heim með verðlaun fyrir þjóð sína.
Íþróttir juku sjálfstraustið
Þjálfari Saheru segir að íþróttirnar hafi gerbreytt henni. „Ég hef séð stigvaxandi breytingar á persónuleika hennar. Íþróttirnar hafa fyllt hana sjálfstrausti, hún treystir sjálfri sér miklu betur og sjálfbjörgin hefur stigvaxið.“
Sahera er ekki bara alþjóðlegur meistari í íþróttum heldur líka umhyggjusöm stóra systir SOS bræðra sinna og systra í barnaþorpinu í Aqaba og um leið mikil hjálp á heimili sínu.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.