SOS sögur 28.febrúar 2017

Var alltaf dapur

Íslenskir grunnskólanemendur sem tóku þátt í Öðruvísi jóladagatali SOS í desember styrktu með framlögum sínum SOS Barnaþorpið í Kigali í Rúanda. Barnaþorpið opnaði árið 1979 en í dag búa þar 150 börn ásamt SOS mæðrum og öðru starfsfólki. Þar er einnig SOS leikskóli, grunnskóli, heilsugæsla ásamt Fjölskyldueflingu. Mörg börn hafa fengið nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Kigali í gegnum árin. Hér er sagan af einu þeirra:

Patrick er hamingjusamur ellefu ára drengur sem býr í SOS Barnaþorpinu í Kigali. Þegar Patrick var sex ára missti hann faðir sinn úr alnæmi og þremur vikum síðar lést móðir hans úr sama sjúkdómi. Patrick og systkini hans, tvær yngri systur og einn eldri bróðir, sátu ein eftir.

Systkinin voru nokkrar vikur á götunni. Að lokum fengu yfirvöld ábendingu um aðstæður þeirra og leit hófst að ættingjum sem fundust þó ekki. Niðurstaðan varð að systkinin fengu nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Kigali. „Fljótlega tók ég eftir því að hann var öðruvísi en hin börnin,“ segir Candide Mukamusoni, SOS móðir Patricks. „Hann var alltaf dapur og vildi vera einn. Hann lék sér aldrei við hin börnin og gat sofið endalaust.“

Candide hafði áhyggjur af Patrick og að lokum sagði drengurinn henni hvað olli honum svo miklum hugarangri. „Hann var miður sín yfir því að hafa ekki getað kvatt móður sína. Hann mætti ekki í jarðarförina af einhverjum ástæðum og það hafði gríðarlega áhrif á hann. Þá áttaði ég mig á því að hann þyrfti á sérfræðiaðstoð að halda,“ segir Candide.

70569.JPGPatrick byrjaði fljótlega í áfallameðferð. „Heima fyrir fékk hann svo mikinn stuðning, ást og umhyggju. Í fyrstu virtist meðferðin ekki vera að skila árangri en smám saman gerðist það. Honum fór að líða betur heima og í skólanum,“ segir Candide.

Í lagi að vera sorgmæddur

„Ég þurfti að sættast við aðstæður mínar án þess að gleyma foreldrum mínum. Sálfræðingurinn hjálpaði mér mikið. Hann hjálpaði mér að finna sjálfan mig aftur og í dag líður mér eins og venjulegum einstakling. Í dag minnist ég foreldra minna og hugsa um þau reglulega. Stundum verð ég sorgmæddur en það er líka í góðu lagi. Ég hef haldið áfram með líf mitt og veit að framtíð mín er björt,“ segir Patrick.

Aðspurður um líf sitt í þorpinu segist Patrick vera hamingjusamur. „Mér líður best þegar er heima hjá mömmu minni og systkinum. Svo finnst mér líka mjög gaman í fótbolta,“ segir Patrick sem ætlar að verða læknir í framtíðinni. „Læknar hjálpa fólki nefnilega að líða betur.“

 

 

 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr