SOS sögur 9.ágúst 2018

Viðkvæm á mótunarárunum

Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna snýr meðal annars að því að styrkja innviði samfélagsins í nágrenni þorpanna og okkur þykir alltaf ánægjulegt að sýna styrktaraðilum dæmi um góðan árangur af framlögum þeirra. Pauline Mhako er 34 ára kennslukona í Simbabve sem hefur oft þurft að grípa inn í erfiðar aðstæður ungra barna á sínum sjö árum í kennarastarfinu. Hún kennir fimm og sex ára börnum í SOS Maizelands leikskólanum í Bindura.

5 ára með snertifælni

Pauline tók eftir því á síðasta ári [2017] að einn nemenda sinna, 5 ára stúlka sem hér er nefnd Runako, gat vart haldið á penna til að teikna og var hún auk þess haldin mikilli snertifælni. „Hún var mjög hrædd við alla mannlega snertingu svo ég skoðaði bakgrunn hennar í samstarfi við skólastjórann. Við héldum ráðgjafarfundi með foreldrum hennar til að komast að rót vandans. Í ljós kom að Runako bjó hjá móður sinni sem var nýgift öðrum manni en föður Runako og eldri systkini hennar beittu hana ofbeldi. Það skýrði hegðun hennar í skólanum en eftir að öll fjölskyldan hafði fengið félagsráðgjöf á vegum SOS breyttist hegðun stúlkunnar til hins betra. Hún er nú öll líflegri og hamingjusamari.“ segir Pauline sem er sífellt að leita að hættumerkjum í hegðun barnanna sem hún kennir.

Forsidumynd.jpg

Vanrækt af ömmu sinni

Mikilvægt er að rýna í hegðun barnanna sem eru á viðkvæmi stigi mótunarára sinna. Pauline nefnir annað dæmi um 5 ára stúlku sem hér er nefnd Unathi. Hún var ofbeldishneigð í garð skólaskystkina sinna, lagði þau í einelti, stal matnum þeirra og kom í skólann í rifnum og skítugum fötum.

„Við komumst að því að móðir Unathi var dáin og faðir hennar hafði stungið af án þess að skilja eftir sig nokkra fjárhagsaðstoð. Amma hennar hafði tekið við uppeldinu og vanrækti barnið. Henni fannst mjög yfirþyrmandi á þessum aldri að taka við svona ungu barni.“ segir Pauline og bendir á að reiði og biturleiki ömmunnar hafi bitnað á litlu stúlkunni. En með félagsráðgjöf SOS Barnaþorpanna og fræðslu er amma Unathi núna mun viljugri til að gæta barnabarns síns og hefur hegðun Unathi gjörbreyst í skólanum. Hún er nú kurteis lítil stúlka með heilbrigt viðhorf.

Hafa ekki trú á fræðslunni

Það enda þó ekki allar sögur svona vel að sögn Pauline sem segir að enn séu margir foreldrar og forráðamenn séu ekki viljugir til þess að þiggja ráðgjöf í uppeldisfræðum. „Þau eru brennimerkt af erfiðri æsku og hafa ekki trú á slíkri menntun eða ráðgjöf. En þrátt fyrir allar þessar áskoranir veitir kennslan mér mikla ánægju. Þegar ég verð vitni að svona jákvæðum breytingum eins og hjá Runako og Unathi er ég að hafa langtímaáhrif á barn. Ég er því ekki bara kennari heldur annað tækifæri fyrir barnið til að eiga betri framtíð.“ segir Pauline.

Ísland fjármagnar verkefni

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna tvö Fjölskyldueflingarverkefni líkt og því sem sagt er frá hér að ofan, eitt í Eþíópíu og annað í Perú. Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna halda uppi Fjölskyldueflingu samtakanna og eru þeir um eitt þúsund talsins á Íslandi.

Hægt er að gerast SOS-fjölskylduvinur með mánaðarlegu framlagi frá eitt þúsund krónum á mánuði eða frjálsum framlögum á heimasíðunni sos.is

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr