Vildu fara frá foreldrum sínum
Anna fæddist í Ungverjalandi og segist hafa verið nokkuð hamingjusamt barn. Fyrstu árin bjó hún með foreldrum sínum og systkinum og lífið gekk sinn vanagang. En þegar hún var níu ára byrjaði faðir hennar að beita fjölskylduna miklu ofbeldi. Hann lamdi konu sína og börn reglulega sem varð til þess að hjónin skildu og misstu húsið í leiðinni. Næstu árin voru hjónin sundur og saman og börnin urðu fyrir miklu ofbeldi af hendi föður sína. Á endanum fengu systkinin nóg. „Líf okkar var vonlaust. Við áttum ekki neitt og sváfum í neyðarskýlum. Einn daginn fórum við til félagsþjónustunnar og grátbáðum um að vera tekin af foreldrum okkar. Við vissum að mamma myndi aldrei fara frá pabba sem var ofbeldismaður og við vorum þreytt,“ segir Anna sem þá var fimmtán ára og elst af systkinunum.
„SOS Barnaþorpin var okkar tækifæri til að eignast betra líf,“ segir Anna og rifjar upp hvernig það var að eignast nýja fjölskyldu og SOS móðurina Eszter. Við aðlöguðumst fljótt því vorum bara fegin að komast í eðlilegar aðstæður. Okkur leið vel og langaði að búa í þorpinu að eilífu.“
„Anna var unglingur þegar ég hitti hana fyrst en hún hegðaði sér eins og fullorðin einstaklingur,“ segir Eszter, SOS mamma Önnu. Við ákváðum það snemma í sameiningu að ég myndi koma fram við hana sem fullorðna konu og hún myndi þá líka hegða sér sem slík. Hún er sterk manneskja en hefur upplifað ansi margt. Öll fimm systkinin munu aldrei gleyma ofbeldinu sem þau urðu fyrir,“ segir Eszter.
Anna er í ágætu sambandi við líffræðilega móður sína í dag sem er skilin við eiginmann sinn fyrir fullt og allt. Anna er sjálf orðin móðir og á góðan eiginmann. „Fjölskylda hans tók mér opnum örmum alveg frá byrjun og við erum mjög hamingjusöm í dag. Ég er enn í góðu sambandi við SOS mömmu mína en við tölum saman á hverjum degi. Ég treysti henni fyrir öllu,“ segir Anna.
„Ég veit ekki hvar við værum í dag ef SOS Barnaþorpin hefðu ekki komið inn í líf okkar. Að fimm systkini séu tekin af foreldrum og fá að vera saman á heimili, er ekki algengt. Það bjargaði lífi okkar,“ segir Anna að lokum.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.