SOS sögur 8.janúar 2018

Vilja halda áfram á þessari braut

Esther Chalwe Chelando, 45 ára og Beatrice Chanda Chileshe, 51 árs, hafa gengið í gegnum svipaða hluti. Þær eru báðar HIV smitaðar og voru nær dauða en lífi á tímabili.

Mæðurnar búa í bænum Lwangwa í norðurhluta Sambíu. Þær voru báðar greindar með HIV árið 2003 og kenna eiginmönnum sínum um smitið en báðir eru þeir látnir.

Esther var ófrísk af tvíburum þegar eiginmaður hennar lést en alls á hún sex börn „Ég var mjög veik þegar ég komst að því að ég væri HIV smituð. Ég hafði ekki efni á lyfjunum og komst ekki á spítala. Þannig að ég var föst heima og mér versnaði stöðugt. Ég beið eftir því að deyja,“ segir Esther. Skiljanlega gat hún ekki hugsað nægilega vel um börnin sín á þessum tíma og því liðu þau mikinn skort.

Beatrice á sjö börn. „Ég vann við saumar en þurfti að hætta því vegna veikindanna. Þá minnkaði innkoman verulega og ég gat ekki keypt mat eða lyf. Börnin þurftu þá öll að hætta í skóla.“

Esther varð skjólstæðingur Fjölskyldueflingar árið 2004 og Beatrice ári síðar.

Börnin voru öll send í skóla og fengu þau skólabúninga, bækur, töskur og skóla. Þá fengu fjölskyldurnar mataraðstoð og hús þeirra voru lagfærð.

Mæðurnar fengu fría þjónustu á heilsugæslu SOS. Með réttri meðferð, góðri næringu og betri aðbúnaði urðu þær heilsuhraustari og betur í stakk búnar til að sjá um börnin. Beatrice fékk saumavél frá SOS og fengu báðar konurnar þjálfun í rekstri, fjármálalæsi og uppeldi.

Esther fékk vinnu við þrif og er einnig að ala kjúklinga. „Í dag er ég fjárhagslega sjálfstæð. Ég er meira að segja að greiða skólagjöld fyrir son minn í háskóla,“ segir hún stolt.

Beatrice er einnig með kjúklingabú en hún rekur líka litla saumastofu. „Líf mitt hefur gjörbreyst. SOS Barnaþorpin hjálpuðu mér þegar ég var veik. Þau hjálpuðu börnunum mínum. Ef SOS hefðu ekki rétt fram hjálparhönd hefði ég dáið úr HIV. Í dag lifi ég góðu lífi og styð við börnin mín.“

Báðar konurnar segjast hafa lært að lifa með HIV. „Fólk hló þegar við greindumst, héldu allir HIV smitaðir væru vændiskonur, slík var vanþekkingin. En þetta viðhorf hefur sem betur fer breyst,“ segir Beatrice. Esther segist vera fyrirmynd í samfélaginu og fólk líti upp til hennar eftir hafa náð tökum á lífi sínu. Við erum samtaka í því að halda áfram á þessari braut og gefa börnunum okkar gott líf.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði