SOS neyðarvinur

Vilj­ir þú held­ur styrkja með milli­færslu í banka eða heima­banka eru reikn­ings­upp­lýs­ing­arn­ar eft­ir­far­andi:

0133-26-004266 (reikningsnúmer)
500289-2529 (kennitala SOS)

Einnig er hægt að styrkja með því að hringja í:
907 1001 (1.000 kr.)
907 1002 (2.000 kr.)

Viltu velja land til að styrkja?

SOS Barnaþorpin á Íslandi taka þessa dagana þátt í fjármögnun neyðaraðgerða SOS í þremur stríðshrjáðum löndum, í Palestínu, Úkraínu og Súdan. Viljir þú styrkja aðgerðir okkar í einhverju ákveðnu landi þá er mikilvægt að þú skrifir nafn landsins í dálkinn fyrir athugasemdir. Að öðru leyti verður framlögum SOS-neyðarvina á Íslandi deilt niður á þær neyðaraðgerðir sem eru í virkri fjármögnun hverju sinni.

Svona hjálpum við

Í neyðaraðgerðum SOS hjálpum við fjölskyldum sem orðið hafa viðskila að sameinast á ný og tökum að okkur börn sem misst hafa foreldra sína. Við veitum börnum áfallahjálp og hlúum að geðheilsu þeirra eftir þær miklu hörmungar sem þau hafa upplifað.

Þessi þáttur er ekki alltaf í forgangi á neyðar- og hamfarasvæðum en við leggjum mikla árherslu á andlega heilsu barna, því við vitum hve miklu máli hún skiptir fyrir framtíð þeirra. Við dreifum einnig matvælum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks á svæðinu í samstarfi við önnur virt, sjálfstæð og vottuð hjálparsamtök.

Neyðarðgerðir SOS fela m.a. í sér:

  • Fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna
  • Vernd og fræðsla
  • Aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi
  • Tryggja fæðuöryggi
  • Fjárstyrkir og almenn neyðaraðstoð
  • Fjölskylduefling
Alþjóðleg vottun

Fagmennska í neyðaraðgerðum skiptir öllu máli og lúta SOS Barnaþorpin ströngu eftirliti alþjóðasamtaka SOS Children´s Villages sem hlotið hafa hina alþjóðlegu CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök með tilheyrandi ströngum verkferlum og eftirliti. SOS Barnaþorpin eru í grunninn ekki neyðarhjálparsamtök en ítrekað verða hamfarir af ýmsu tagi nálægt starfsstöðvum SOS, enda útbreiðsla samtakanna mjög mikil. Með áratuga reynslu og dygga styrktaraðila kemur því ekki annað til greina en að veita neyðaraðstoð í slíkum tilvikum.

SOS neyðarvinur

SOS neyðarvinur

SOS Neyðarvinir styrkja neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra í stríði og á öðrum hamfarasvæðum. Neyðaraðgerðir sem SOS á Íslandi tekur nú þátt í að fjármagna eru í Palestínu, Úkraínu og Súdan. Ef þú vilt velja eitt þeirra landa til að styrkja skrifar þú nafn landsins í athugasemdadálkinn hér neðar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.

Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.