Fólk­ið

Starf­semi SOS á Ís­landi mið­ar að því að afla styrktarað­ila fyr­ir hjálp­ar­starf sam­tak­anna í yfir 100 lönd­um í Mið- og S-Am­er­íku, Afr­íku, Asíu og A-Evr­ópu. Þjón­usta við styrktarað­ila er stór og mik­il­væg­ur þátt­ur í starf­sem­inni hér á landi.

Á skrif­stofu SOS á Ís­landi starfa átta manns, fjór­ir í fullu starfi og fjór­ir í hluta­störf­um í 5,7 stöðu­gild­um. Auk þeirra kem­ur kerf­is­fræð­ing­ur að starf­sem­inni sem verktaki og bók­ari í 10% starfi. Stjórn starfar að sjálf­sögðu í sjálf­boða­vinnu, rétt eins og til­nefn­ing­ar­nefnd, fyr­ir­tækja­ráð, vel­gjörða­sendi­herr­ar og ung­menna­ráð.

Starfs­fólk
Auður Ösp Gylfadóttir þjónustufulltrúi audur@sos.is
Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi hans@sos.is
Helga Bára Bragadóttir sérfræðingur helga@sos.is 
Hjördís Rós Jónsdóttir fræðslufulltrúi hjord­is@sos.is
Ólöf Harpa Halldórsdóttir þjónustu- og skrifstofufulltrúi olof@sos.is 
Ragnar Schram framkvæmdastjóri ragn­ar@sos.is 
Rakel Lind Hauksdóttir fjármálastjóri rakel@sos.is 
Sigurlaug Halldórsdóttir bókari brekku­kot@email.com
Þorsteinn Garðarsson kerfisfræðingur(verktaki) thor­steinn@sos.is

 

Stjórn SOS á Ís­landi

Kristján Þ. Dav­íðs­son (til 2025)
Þor­steinn Arn­órs­son (til 2026)
Ólaf­ur Örn Ing­ólfs­son (til 2026)
Ingi­björg E. Garð­ars­dótt­ir (til 2027)
Anna Bjarney Sig­urð­ar­dótt­ir (til 2027)

Vara­mað­ur: Svala Ís­feld Ólafs­dótt­ir (til 2025)

Vel­gjörða­sendi­herr­ar

Vel­gjörða­sendi­herr­ar SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi eru fjór­ir, El­iza Reid, Hera Björk Þór­halls­dótt­ir, Eva Ruza og Rúrik Gísla­son. Hlut­verk sendi­herra SOS er m.a. að vekja at­hygli á starf­semi SOS Barna­þorp­anna og koma fram fyr­ir hönd sam­tak­anna við ákveð­in til­efni.

El­iza Reid

Rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi for­setafrú. El­iza gerð­ist vel­gjörð­ar­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna árið 2016, þá nýorð­in for­setafrú. Hún hef­ur kom­ið að starfi SOS með ýms­um hætti sem vel­gjörða­sendi­herra og m.a. heim­sótt starf­semi sam­tak­anna í Jórdan­íu og Búlgaríu.

Í þeim ferð­um, og öðr­um ferð­um sín­um um heim­inn, hef­ur hún séð hve mik­il­vægt er að sam­tök eins og SOS Barna­þorp­in séu til stað­ar fyr­ir þau börn sem höllust­um fæti standa í sínu sam­fé­lagi. Hún er að auki fjög­urra barna móð­ir og þekk­ir mik­il­vægi fjöl­skyld­unn­ar vel.

Eva Ruza Milj­evic

Eva Ruza Milj­evic gerð­ist vel­gjörða­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna í des­em­ber 2023. Eva Ruza er fjöl­hæf­ur og lands­þekkt­ur skemmtikraft­ur, eig­in­kona og tveggja barna móð­ir sem end­ur­spegl­ar gildi SOS Barna­þorp­anna um mik­il­vægi þess að ala börn upp í kær­leiks­ríkri fjöl­skyldu. Hún kem­ur úr stórri og sam­held­inni fjöl­skyldu sem öll styrk­ir börn hjá SOS Barna­þorp­un­um.

Hera Björk Þór­halls­dótt­ir

Hera var út­nefnd vel­gjörða­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna árið 2009. Hún hef­ur ít­rek­að sung­ið sig inn í hjörtu lands­manna á und­an­förn­um árum og gild­ir þá einu hvort um sé að ræða hljóm­plöt­ur, leik­sýn­ing­ar, söngv­akeppn­ir eða sjón­varps­þætti. Hera starfar sem söng­kona, söng­kenn­ari og fast­eigna­sali.

Hera hef­ur á þess­um langa tíma heim­sótt SOS barna­þorp víða og eft­ir­minni­leg er frá­sögn henn­ar af heim­sókn í barna­þorp í bæði Palestínu og Ísra­el þeg­ar hún var við skemmt­ana­hald í tengsl­um við Eurovisi­on söngv­akeppn­ina 2019. Hera seg­ir á hjart­næm­an hátt frá þeirri heim­sókn í þessu myndbandi.

Rúrik Gísla­son

Rúrik varð vel­gjörða­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna í sept­em­ber árið 2018. Rúrik er fyrr­ver­andi at­vinnu­mað­ur í fót­bolta sem á að baki yfir 50 leiki með A-lands­liði Ís­lands en lagði skóna á hill­una árið 2020. Hann er sann­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur og hef­ur leik­ið í kvik­mynd­um og sjón­varps­þátt­um, bæði hér­lend­is sem er­lend­is, gef­ið út tónlist og er með­lim­ur í hinni vin­sælu hljóm­sveit Iceguys.

Rúrik hef­ur bú­setu bæði á Ís­landi og í Þýskalandi þar sem starf­semi SOS Barna­þorp­anna er einna um­fangs­mest. Hann hef­ur um ára­bil lát­ið sig góð­gerð­ar­mál varða og er góð fyr­ir­mynd. Árið 2022 var gerð­ur sjónvarpsþáttur um heimsókn Rúriks í SOS barnaþorp í Malaví þar sem hann hitti styrkt­ar­barn sitt.

Fyr­ir­tækja­ráð

Inga Lind Karls­dótt­ir
Jó­hann­es Ás­björns­son
Marín Magnús­dótt­ir

Fyr­ir­tækja­ráð veit­ir SOS Barna­þorp­un­um fag­lega ráð­gjöf í tengsl­um við fyr­ir­tækja­sam­starf.

Til­nefn­ing­ar­nefnd

Hild­ur Hörn Daða­dótt­ir
Ingi­bjart­ur Jóns­son
Anna Bjarney Sig­urð­ar­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur

Stjórn SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi vel­ur þrjá ein­stak­linga til setu í til­nefn­ing­ar­nefnd sam­tak­anna. Einn þeirra skal vera úr stjórn sam­tak­anna en hinir tveir utan stjórn­ar og óháð­ir bæði stjórn og stjórn­end­um. Til­gang­ur nefnd­ar­inn­ar er að til­nefna ein­stak­linga til aðal- og vara­manna í stjórn sam­tak­anna, með hags­muni sam­tak­anna að leið­ar­ljósi. Stjórn sam­tak­anna skal setja til­nefn­ing­ar­nefnd starfs­regl­ur.

(í samræmi við grein 7.9 í samþykktum SOS)

Ung­menna­ráð

Ung­menna­ráð SOS Barna­þorp­anna er vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 16-25 ára sem hef­ur áhuga á hjálp­ar­starfi, þró­un­ar­sam­vinnu og rétt­ind­um barna og vill nýta krafta sína í að koma þekk­ingu á þess­um mál­efn­um á fram­færi. Helstu verk­efni ung­menna­ráðs eru m.a. jafn­ingja­fræðsla, kynn­ing­ar í skól­um, að vekja at­hygli á rétt­ind­um barna, skipu­leggja og standa fyr­ir við­burð­um auk þess að taka þátt í við­burð­um SOS Barna­þorp­anna.

Ung­menna­ráð SOS Barna­þorp­anna var sett á lagg­irn­ar haust­ið 2016. Ung­menna­ráð­ið er sjálf­stæð ein­ing sem starfar í nánu sam­bandi við starfs­menn SOS á Ís­landi og hitt­ist að jafn­aði einu sinni í mán­uði.

Ef þú ert á aldrinum 16-25 ára og hefur áhuga á að bætast í þennan frábæra hóp þá getur þú sótt um inngöngu hér.

Ung­menna­ráð SOS 2024

Anna Lára Foss­dal
Bryn­hild­ur Anna Gunn­ars­dótt­ir
Embla Guð­munds­dótt­ir
Katrín María Ragn­ars­dótt­ir
Par­ís Anna Berg­mann
Thelma Dórey Pálma­dótt­ir
Thelma Ósk Ei­ríks­dótt­ir

Viðmið ungmennaráðs SOS Barnaþorpanna