Frétta­yf­ir­lit 10. nóv­em­ber 2016

120 börn í Tans­an­íu fá ör­uggt heim­ili

SOS í Nor­egi hef­ur byggt nýtt barna­þorp í næst stærstu borg Tans­an­íu, Mw­ansa.

Barna­þorp­ið er stað­sett á svæð­inu Bug­arika, þar sem lífs­skil­yrði eru afar slæm. Í þorp­inu eru 12 hús þar sem 120 börn hafa feng­ið var­an­legt heim­ili. Þau munu einnig fá pláss á ný­upp­gerð­um grunn­skóla hverf­is­ins og ver­ið er að byggja leik­skóla við þorp­ið sem mun geta hýst 100 börn.

Þorp­ið var fjár­magn­að í gegn­um söfn­un í Nor­egi. Norsk­ir skóla­nem­end­ur hafa safn­að fjár­magni í mörg ár og sex af hús­un­um í þorp­inu eru fjár­mögn­uð með frjáls­um fram­lög­um frá ýms­um hóp­um í land­inu. Mörg fyr­ir­tæki hafa einnig styrkt við verk­efn­ið.

Fjölskylduefling hefur nú þegar hjálpað mörgum

Marg­ar fjöl­skyld­ur sem búa á svæð­inu hafa feng­ið að­stoð frá SOS Barna­þorp­un­um síð­ustu ár, en fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni hef­ur ver­ið til stað­ar á svæð­inu frá ár­inu 2010.

Markmið fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar er að sporna við að­skiln­aði barna og for­eldra. Meira en 1000 börn og for­eldr­ar/ for­ráða­menn þeirra hafa feng­ið styrk frá fjöl­skyldu­efl­ing­unni og marg­ar fjöl­skyld­ur standa nú á eig­in fót­um og sjá fyr­ir sér sjálf­ar eft­ir að hafa ver­ið þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...