Fréttayfirlit 5. febrúar 2018

143 þúsund frá ungmennaráði

Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna hefur afhent SOS 143 þúsund krónur sem renna til neyðaraðstoðar SOS í Grikklandi þar sem samtökin starfa með fylgdarlausum ungmennum á flótta. 

Ungmennaráðið hélt tónleika og happdrætti á föstudaginn síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í Stúdentakjallaranum og var mætingin mjög góð. Gestir gátu keypt happdrættismiða á 1.000 kr. og styrkt þannig verkefni SOS í Grikklandi. Vinningarnir voru ekki af verri endanum en fjölmörg fyrirtæki gáfu vinninga í þágu góðs málefnis.

Við þökkum ungmennaráðinu kærlega fyrir framlagið og framtakið! 

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...