143 þúsund frá ungmennaráði
Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna hefur afhent SOS 143 þúsund krónur sem renna til neyðaraðstoðar SOS í Grikklandi þar sem samtökin starfa með fylgdarlausum ungmennum á flótta.
Ungmennaráðið hélt tónleika og happdrætti á föstudaginn síðastliðinn. Viðburðurinn var haldinn í Stúdentakjallaranum og var mætingin mjög góð. Gestir gátu keypt happdrættismiða á 1.000 kr. og styrkt þannig verkefni SOS í Grikklandi. Vinningarnir voru ekki af verri endanum en fjölmörg fyrirtæki gáfu vinninga í þágu góðs málefnis.
Við þökkum ungmennaráðinu kærlega fyrir framlagið og framtakið!
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...