146 börn skemmtu sér á Sólblómahátíð SOS
Gleðin var að venju við völd á Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. föstudag, 1. júní. Börn á Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu þannig afrakstri vetrarins með skrúðgöngu frá Lækjartorgi og skemmtiatriði frá Sirkus Íslandi. 146 börn tóku þátt, frá fimm leikskólum, Reynisholti, Efstihjalla, Álfaheiði, Rauðaborg og leikskóla Seltjarnarness.
Alls eru um 30 Sólblómaleikskólar víðs vegar um landið en þar eru leikskólar sem styðja SOS Barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.
Ljósmyndir og myndskeið frá skemmtuninni má sjá á Facebook síðu SOS Barnaþorpanna.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...