Fréttayfirlit 14. september 2015

30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp

Yfir 30 flóttabörn sem komu til Austurríkis án foreldra hafa nú eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpum þar í landi. Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum.

Um er að ræða börn á aldrinum 7-13 ára frá Sýrlandi, Afganistan og Íran og komu þau öll ein síns liðs til Austurríkis. Öll fá þau áfallahjálp og sálfræðiaðstoð enda búin að upplifa ansi margt á stuttri ævi.

„Þetta snýst um ekki um að gefa þessum börnum þak yfir höfuðið. Hér fá þau tækifæri á eðlilegri barnæsku. Þau eignast fjölskyldu og mæta í skóla,“ segir Clemens Klingan, fulltrúi SOS Barnaþorpanna í Austurríki.

Þá hafa SOS Barnaþorpin einnig gefið ungu fólki á flótta, þ.e. ungmennum á aldrinum 17-21 ára, heimili á SOS ungmennaheimilum í Austurríki. Fleiri ungmennaheimili verða sett á laggirnar á næstu mánuðum þar sem ungir flóttamenn eignast nýtt heimili.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...