Fréttayfirlit 21. ágúst 2015

3,6 milljónir til Grikklands

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 3,6 milljónir króna (25 þúsund Evrur) til verkefna SOS í Grikklandi en neyðin þar í landi hefur aukist gríðarlega að undanförnu.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Grikklandi síðan árið 1975 en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 juku samtökin aðstoð sína. Í dag eru þar sjö fjölskyldueflingarverkefni starfandi ásamt tveimur verkefnum  sem stuðla að menntun ungmenna. Einnig eru fjögur barnaþorp starfandi ásamt barnaheimili fyrir ung börn. Allt að 5000 einstaklingar fá aðstoð í gegnum verkefnin, þar af 2.200 börn.

Efnahagsvandræði Grikkja hafa haft mikil áhrif á grískar fjölskyldur. Skattahækkanir og mikið atvinnuleysi hafa aukið fátækt, þunglyndi og tíðni sjálfsvíga. Hlutfall atvinnulausra er í dag 27% en á fátækustu svæðum landsins er það töluvert hærra.

Þriðjungur landsmanna er ekki með aðgang að heilbrigðisþjónustu en mikið hefur verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu. Þá hefur vannæring barna aukist en verð á mat hefur hækkað verulega með þeim afleiðingum að fjöldi fólks hefur ekki efni á mat fyrir börnin sín.

1,9 milljónir barna búa í Grikklandi en 40% þeirra búa við mikla fátækt. Þá er vanræksla og ofbeldi á grískum börnum vaxandi vandamál ásamt því að einstæðum foreldrum hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði.

Richard Pichler, alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna, segir neyðina mikla í Grikklandi og því mikilvægt að SOS standi vaktina „Síðustu ár hafa verið gríðarlega erfið fyrir grísku þjóðina og ég er þakkátur fyrir allt það góða fólk sem starfar í þágu grískra barna. Allar ákvarðanir sem við tökum eru í þágu barnanna.“ 

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...