80 þúsund krónur til Sýrlands frá Dalheimum
Frístundaheimilið Dalheimar í Reykjavík afhentu SOS Barnaþorpunum rúmar 80 þúsund krónur í síðustu viku sem verða notaðar í starf samtakanna í Sýrlandi. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð vegna átakanna þar í landi en einnig eru þar tvö SOS Barnaþorp.
Börnin stóðu fyrir tveimur atburðum á haustönn 2015 og söfnuðu þannig fjárhæðinni. Annars vegar héldu þau hæfileikakeppnina Dalheimar Got Talent þar sem hægt var að kaupa kaffi og kökur og hins vegar bingó þar sem börnin seldu inn og voru með veitingar.
Dalheimar er frístundaheimili fyrir börn í 3.- 4.bekk í skólunum Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Þetta er í annað skipti sem börnin á Dalheimum styrkja verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna en fyrr á árinu afhentu þau samtökunum 25 þúsund krónur vegna neyðaraðstoðar SOS í Nepal.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...