Fréttayfirlit 21. desember 2015

80 þúsund krónur til Sýrlands frá Dalheimum

Frístundaheimilið Dalheimar í Reykjavík afhentu SOS Barnaþorpunum rúmar 80 þúsund krónur í síðustu viku sem verða notaðar í starf samtakanna í Sýrlandi. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð vegna átakanna þar í landi en einnig eru þar tvö SOS Barnaþorp.

Börnin stóðu fyrir tveimur atburðum á haustönn 2015 og söfnuðu þannig fjárhæðinni. Annars vegar héldu þau hæfileikakeppnina Dalheimar Got Talent þar sem hægt var að kaupa kaffi og kökur og hins vegar bingó þar sem börnin seldu inn og voru með veitingar.

Dalheimar er frístundaheimili fyrir börn í 3.- 4.bekk í skólunum Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Þetta er í annað skipti sem börnin á Dalheimum styrkja verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna en fyrr á árinu afhentu þau samtökunum 25 þúsund krónur vegna neyðaraðstoðar SOS í Nepal.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...