Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi verður 8. maí
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi verður haldinn mánudaginn 8. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni).
Allir skráðir félagar í SOS Barnaþorpunum sem eru í skilum með félagsgjald hafa rétt til að sitja aðalfund. Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi skal hann skrá sig á fundinn eigi síðar en sólarhring fyrir boðaðan aðalfund. Það er gert með því að senda tölvupóst á sos@sos.is
Dagskrá aðalfundarins er þannig:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Lausn stjórnar og annarra ábyrgða
4. Kosning stjórnar og varamanna
5. Kosning endurskoðanda
6. Ákvörðun um breytingar á samþykktum
7. Ákvörðun félagsgjalds
8. Önnur mál
Félagsaðild
Skrá mig sem félaga í SOS Barnaþorpunum
Félagar greiða félagsgjald og eiga rétt á að sitja aðalfundi, bjóða sig fram til stjórnar og kjósa á aðalfundi. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar.