Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélagar í samtökunum. Í fjórðu grein samþykkta SOS segir:
Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi skal hann skrá sig á fundinn með sannanlegum hætti eigi síðar en sólarhring fyrir boðaðan aðalfund og vera í skilum með félagsgjald.
Vinsamlegast skráið ykkur því á fundinn með því að senda tölvupóst á sos@sos.is eða með símtali á skrifstofuna, s. 5642910.
Dagskrá aðalfundarins er þannig:
- Kosning fundarstjóra og -ritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lausn stjórnar og annarra ábyrgða
- Kosning stjórnar og varamanns
- Kosning endurskoðanda
- Ákvörðun um breytingar á samþykktum
- Ákvörðun félagsgjalds
- Önnur mál
Varðandi lið 5
Framboðum til stjórnar skal skilað inn til skrifstofu samtakanna eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 6. maí. Eigi tilnefningarnefnd að geta tekið afstöðu til framboða þurfa þau þó að berast samtökunum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 29. apríl. Framboð skulu send á netfangið frambod@sos.is ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem kemur fram stutt ágrip og ástæður framboðs.
Kosið verður um sæti tveggja stjórnarmanna til þriggja ára og eins varamanns til eins árs. Tilnefningarnefnd mun leggja tillögu sína fyrir fundinn að fulltrúum í þessi sæti.
Með góðri kveðju
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...