Fréttayfirlit 27. mars 2017

Áður umkomulausar-nú á Special Olympics

Fjórar ungar íþróttakonur sem búa í SOS Barnaþorpunum á Indlandi tóku þátt í Alþjóðaleikum Special Olympics sem haldnir voru í Austurríki á dögunum.

Þær Kiran, Vidushi og Diksha voru í hokkíliði Indlands sem lenti í þriðja sæti á leikunum. Dulfisha keppti í bandý en hún var einn markahæsti leikmaðurinn í sínu liði.

Stúlkurnar eru allar með svipaðan bakgrunn. Kiran og Vidushi voru báðar ungabörn þegar þær eignaðist nýtt heimili í þorpinu á meðan Diksha og Dulfisha voru orðnar eldri. Í þorpinu tóku á móti þeim fjölskyldur sem hafa stutt þær í einu og öllu síðan. Í gegnum íþróttirnar hafa stúlkurnar öðlast sjálfstraust sem gerir þær í dag að öflugum íþróttakonum sem keppa stoltar fyrir þjóð sína.

Floor Hockey team got the bronze.jpg

„Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Diksha sem svo sannarlega hefur sýnt fram á það. Þrátt fyrir að þurfa að fara yfir ýmsar hindranir á leiðinni eru hún orðin afrekskona í sinni íþróttagrein.

 „Kiran, Vidushi, Diksha og Dulfisha hafa gert okkur öll óendanlega stolt. Við erum svo ánægð með hvað þessar fjórar stúlkur hafa náð langt,“ segir Anuja Bansal, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Indlandi.

Stúlkurnar nutu sín í Austurríki. „Fyrir utan keppnina var mjög gaman að heimsækja landið. Það er gaman að skoða aðra menningarheima en Austurríki er allt öðruvísi en Indland. Til dæmis fannst okkur rosalega hreint þar,“ segja stelpurnar. „Svo voru búðirnar líka æðislegar.“

Þess má geta að sex íslenskir keppendur kepptu einnig á leikunum.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...