Frétta­yf­ir­lit 7. mars 2022

Af­leið­ing­ar stríðs á for­eldra­laus börn

Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn

Stríð­ið í Úkraínu hef­ur orð­ið til þess að mann­rétt­indi millj­óna úkraínskra barna eru virt að vett­ugi. SOS Barna­þorp­in hafa ver­ið til stað­ar fyr­ir mun­að­ar­laus og yf­ir­gef­in börn í Úkraínu síð­an 2003 og það sem við sjá­um á vett­vangi nú er skelfi­legt.

Einkum er ástand­ið átak­an­legt með­al um 160.000 barna sem ekki eiga for­eldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á mun­að­ar­leys­ingja­heim­il­um og hjá fóst­ur­fjöl­skyld­um. Mörg þeirra eru á leik­skóla­aldri og/eða fötl­uð. Börn­in upp­lifa nú mikl­ar hörm­ung­ar, ekki nóg með það að um­hverfi þeirra sé sprengt í loft upp, held­ur hafa sum þeirra eng­an full­orð­inn til að halla sér að og fá hugg­un hjá.

Lam­að barna­vernd­ar­kerfi

Stað­reynd­in er nefni­lega sú að barna­vernd­ar­kerf­ið í Úkraínu hef­ur lam­ast í stríð­inu. Op­in­ber­ar stofn­an­ir og heim­ili fyr­ir börn eru und­ir­mönn­uð og marg­ir starfs­menn hafa lát­ið sig hverfa til að bjarga sjálf­um sér og sín­um nán­ustu. Þannig hafa sum börn­in ver­ið yf­ir­gef­in tvisvar; fyrst þeg­ar þau misstu for­eldra sína og síð­an þeg­ar umönn­un­ar­að­il­ar þeirra yf­ir­gáfu þau í stríð­inu.

Fyr­ir vik­ið eru þús­und­ir barna yf­ir­gefn­ar á stofn­un­um og eiga sér litla von um að ein­hver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og spreng­ing­arn­ar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi dag­inn af.

SOS reyn­ir að hjálpa sem flest­um börn­um

Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu mynd­ast á sál þess­ara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okk­ar sál­fræð­ing­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flest­um börn­um, en stað­an er væg­ast sagt erf­ið.

Rétt er þó að nefna sér­stak­lega að börn­in í SOS barna­þorp­inu í Brovary, eru kom­in í ör­uggt skjól í Póllandi. Að­gerð­ir okk­ar í Úkraínu snúa nú að öðr­um börn­um, sem ekki eru eins lán­söm.

Heimildir; Al­þjóða­sam­tök SOS Barna­þorp­anna, SOS Children’s Villa­ges In­ternati­onal.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...