Afrísk börn skortir tækifæri, ekki hæfileika
„Þrír markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðasta leiktímabili voru Afríkumenn. Hæfileikarnir og getan eru svo sannarlega til staðar í Afríku en það sem börn og ungmenni skortir þar eru tækifærin. Mig langar virkilega að læra hvernig Íslendingar fara að því að skapa þessi tækifæri.“
Þetta segir Keníamaðurinn Samburu Wa-Shiko, aðalráðgjafi hjá Gates góðgerðarsjóðnum, sem heimsótti Ísland í sumar. Samburu er ljóslifandi dæmi um barn í neyð sem fékk tækifæri hjá SOS Barnaþorpunum og hefur náð mög langt í lífinu. Hann missti foreldra sína þegar hann var 2 ára og ólst upp í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía.
Samburu er sérfróður um þróunarsamvinnu og bendir þarna á börn og ungmenni á Íslandi hafi mun greiðari aðgang að því að efla hæfileika sína heldur en jafnaldrar sínir í Afríku. Í þessu samhengi má nefna að regluverk SOS Barnaþorpanna gengur einmitt út á að börnin fái menntun og hafi aðgengi að íþróttaiðkun. Samtökin hafa í 70 ár hjálpað fjórum milljónum barna á þennan hátt.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.