Fréttayfirlit 5. febrúar 2020

Ágóði af sölu SOS bolsins afhentur

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa fengið afhentar 1,6 milljónir króna frá 66°Norður. Upphæðin er ágóði af sölu á SOS-bolnum sem hannaður var í samstarfi við Rúrik Gíslason, velgjörðarsendiherra SOS, og seldur var í verslunum 66°Norður í desember sl.

Þessi styrkur fer svo sannarlega á góðan stað því honum verður ráðstafað í þrjú verkefni sem SOS á Íslandi fjármagnar og snúa öll að velferð barna í erfiðum aðstæðum. Það eru Fjölskylduefling SOS í Eþíópíu og á Filippseyjum annars vegar og hins vegar verkefnið Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.

„Það var ánægjulegt að geta lagt eitthvað að mörkum og frábært að bolurinn seldist upp hratt. Það var virkilega gefandi að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Rúrik sem hefur verið velgjörðarsendiherra hjá SOS á Íslandi síðan 2018.

„Markmiðið okkar var að framleiða vandaða vöru og gefa Íslendingum tækifæri að styrkja gott málefni um leið. Við fengum einnig tækifæri að kynnast þeirra frábæra starfi í þágu ríflega milljón barna,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður.

„Samstarfið við Rúrik og 66°Norður var til fyrirmyndar í alla staði. Afraksturinn af sölu bolsins mun sannarlega koma að góðum notum,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni, gera þeim kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðla að menntun barnanna og foreldranna. Verkefnið í Eþíópíu stendur yfir í fjögur ár, frá 2018 og út árið 2021 og verkefnið á Filippseyjum er í þrjú ár, frá 2019 og út árið 2021.

Verkefnið í Tógó gegn kynferðislegri miseytingu á börnum hófst nú í janúar 2020 og stendur yfir í 3 ár. 56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar og 17,3% stúlkna verða barnshafandi fyrir 18 ára aldur.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...