Aldrei fleiri styrktarforeldrar
Árið 2016 var gott ár hjá SOS Barnaþorpunum. Alls gerðust 1627 Íslendingar styrktarforeldrar á árinu og bættust í hóp þeirra sem vilja gott af sér leiða með því að styrkja SOS. Íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir eru því orðnir tæplega átta þúsund en sú tala hefur aldrei verið hærri.
Það þarf varla að taka það fram hversu þakklát SOS Barnaþorpin eru fyrir stuðninginn. Með dyggri hjálp Íslendinga gera samtökin sitt allra besta til að bæta líf barna um allan heim.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...