Aldrei fleiri styrktarforeldrar
Árið 2016 var gott ár hjá SOS Barnaþorpunum. Alls gerðust 1627 Íslendingar styrktarforeldrar á árinu og bættust í hóp þeirra sem vilja gott af sér leiða með því að styrkja SOS. Íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir eru því orðnir tæplega átta þúsund en sú tala hefur aldrei verið hærri.
Það þarf varla að taka það fram hversu þakklát SOS Barnaþorpin eru fyrir stuðninginn. Með dyggri hjálp Íslendinga gera samtökin sitt allra besta til að bæta líf barna um allan heim.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...