Allir óhultir hjá SOS á Filippseyjum
Allir eru óhultir í SOS barnaþorpunum á Filippseyjum þar sem ofurfellibylurinn Mangkhut olli miklu manntjóni og eyðileggingu um helgina. 153 Íslendingar eiga styrktarbörn í 8 barnaþorpum á Filippseyjum en það svæði sem varð verst úti í hamförunum er í 500 km fjarlægð frá næsta SOS barnaþorpi, í Bataan.
Mangkhut reið yfir norðurhluta Filippseyja aðfararnótt laugardags. Talið er að um 65 manns hafi látið lífið en mun fleiri er saknað. Hamfarirnar höfðu áhrif á 250 þúsund manns.
Þörf á aðstoð metin
Gemma Goliat, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum, segir að öll börn og starfsfólk séu óhult og engar meiriháttar truflanir hafi orðið á starfsemi samtakanna í landinu. SOS Barnaþorpin á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu og verið er að meta hvort samstarfsaðilar þurfi á aðstoð að halda.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...