Fréttayfirlit 29. apríl 2020

Alsæl í Eþíópíu í íslensku landsliðstreyjunni

Íslensku fótboltalandsliðin voru að eignast nýtt stuðningsfólk, í Eþíópíu! Systkinin á einu heimilinu í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa voru í skýjunum þegar fulltrúi SOS á Íslandi afhenti þeim að gjöf íslensku landsliðstreyjuna í vettfangsferð þangað í lok febrúar. Knattspyrnusamband Íslands gaf treyjurnar og kunnum við sambandinu bestu þakkir fyrir.

Starfsfólk barnaþorpsins sagði að það sem gladdi börnin sérstaklega er hversu litrík og falleg treyjan er og að hún væri glæný og ekta. 29 Íslendingar eru SOS-styrktarforeldrar barna í barnaþorpinu í Addis Ababa.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...