Annað SOS fréttablað ársins komið út
Annað tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er í dreifingu til styrktaraðila. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Lilju Írenu Guðnadóttur í Stykkishólmi sem styrkir 10 börn hjá SOS. Hægt er að sjá myndband með viðtalinu við Lilju Írenu hér á heimasíðunni.
Blaðið er líka hægt að nálgast rafrænt hér og meðal efnis í því er eftirfarandi:
- Yfirgefnar systur fá heimili í barnaþorpi.
- Fyrrverandi styrktarbörn Jóns Péturssonar hjá SOS í Brasilíu minnast guðföður síns.
- Ung kona gaf út lag til að þakka SOS.
- Húsmæður í fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu afla tekna með sjoppurekstri.
- Spurt og svarað um starfsemi SOS.
- Hvernig frjálsum framlögum til SOS er ráðstafað.
- SOS systkini í Eþíópíu alsæl í íslensku landsliðstreyjunni.
- Sólblómaleikskólar og framlög barna á Íslandi.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.