Ástandið róast í Eþíópíu
Eins og við greindum frá á dögunum voru SOS Barnaþorpin í Eþíópíu reiðubúin til að rýma barnaþorpið í Mekelle, höfuðborg Tigray héraðs vegna stríðsátaka sem þar hafa geisað. Nú berast okkur upplýsingar um að ástandið þar hafi róast talsvert og eru allir heilir á húfi í barnaþorpinu.
Þar búa 234 börn og eiga 38 þeirra SOS-styrktarforeldra á Íslandi. 73 starfsmenn SOS eru í barnaþorpinu. SOS Barnaþorpin vinna að því að tryggja öryggi þeirra í samvinnu við önnur hjálparsamtök á svæðinu.
Ennþá gengur erfiðlega að ná símasambandi við barnaþorpið því boðskiptakerfi hafa legið niðri að mestu en yfirvöld vinna að því að að endurreisa rafmagns- og símalínur.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.