Fréttayfirlit 20. nóvember 2019

Barnasáttmálinn 30 ára

Í dag 20. nóvember er stór dagur fyrir börn og alla sem koma að velferð þeirra. Barnasáttmálinn er 30 ára í dag en það er sá mannréttindasamningur sem staðfestur hefur verið af flestum þjóðum í heimi, alls 196 þjóðum.

Alexandra frá SOS barnaþorpinu Cuenca á Spáni hélt ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York á dögunum og kom þar á framfæri eftirfarandi skilaboðum:

✔️Mörg börn eru hunsuð og þau eru ómeðvituð um réttindi sín.
✔️Mér finnst að öll börn í heiminum eigi að þekkja réttindi sín.
✔️Mér finnst að það eigi að vera forgangur yfirvalda að fjárfesta í ungdómnum og taka mark á öllum börnum.

Komið betur fram við flóttafjölskyldur

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi, ritaði í tilefni dagsins grein sem birt er á Vísi. Hann hvetur yfirvöld til að sýna Barnasáttmálanum þá virðingu að koma betur fram við flóttafjölskyldur.

Sú staða ætti ekki að geta komið upp að barnafjölskyldur séu reknar á brott eftir að hafa náð að skjóta hér rótum. Það verður í það minnsta að bæta úrvinnsluhraða mála þeirra. Ég hef skilning á því að það eru takmörk fyrir því hvað lítið land eins og Ísland getur tekið á móti mörgu flóttafólki en við getum alla vega gert miklu betur í framkomu okkar gagnvart því,“ segir Hans Steinar meðal annars í greininni.

Stöndum vörð um réttindi barna!

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...