Barnaþorp í Mósambík varð fyrir skemmdum
Hvirfilbylurinn Dineo reið yfir suðurströnd Afríku í vikunni með þeim afleiðingum að SOS Barnaþorpið í Inhamane í Mósambík varð fyrir skemmdum. Öll börn sluppu ómeidd ásamt starfsfólki.
Vegna þessa þurfa börnin í þorpinu að flytja tímabundið í SOS Barnaþorpið í Maputo, á meðan viðgerð stendur yfir í Inhamane. Í Maputo verður sett upp tímabundið húsnæði fyrir börnin og SOS mæður.
Alls búa 124 börn í SOS Barnaþorpinu í Inhamane ásamt 24 ungmennum sem búa í nágrenni þorpsins.
Forstöðumaður þorpsins. Simao Chatepa, segir börnin vera skelkuð en annars sé ástandið ágætt. Hann hafi þó áhyggjur af fimm starfsmönnum þorpsins sem ekki hefur náðst í síðan hvirfilbylurinn reið yfir. „Við höfum ekki náð í þessa fimm starfsmenn sem ekki voru í þorpinu á miðvikudaginn. Við getum bara vonað að það sé í lagi með þá,“ segir Simao.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...