Barnaþorp í Mósambík varð fyrir skemmdum
Hvirfilbylurinn Dineo reið yfir suðurströnd Afríku í vikunni með þeim afleiðingum að SOS Barnaþorpið í Inhamane í Mósambík varð fyrir skemmdum. Öll börn sluppu ómeidd ásamt starfsfólki.
Vegna þessa þurfa börnin í þorpinu að flytja tímabundið í SOS Barnaþorpið í Maputo, á meðan viðgerð stendur yfir í Inhamane. Í Maputo verður sett upp tímabundið húsnæði fyrir börnin og SOS mæður.
Alls búa 124 börn í SOS Barnaþorpinu í Inhamane ásamt 24 ungmennum sem búa í nágrenni þorpsins.
Forstöðumaður þorpsins. Simao Chatepa, segir börnin vera skelkuð en annars sé ástandið ágætt. Hann hafi þó áhyggjur af fimm starfsmönnum þorpsins sem ekki hefur náðst í síðan hvirfilbylurinn reið yfir. „Við höfum ekki náð í þessa fimm starfsmenn sem ekki voru í þorpinu á miðvikudaginn. Við getum bara vonað að það sé í lagi með þá,“ segir Simao.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...