Fréttayfirlit 11. desember 2018

Börnin á Álfaheiði sungu og afhentu framlag

Börnin í leikskólanum Álfaheiði litu við á skrifstofu SOS Barnaþorpanna á dögunum til að afhenda árlegt framlag fyrir styrktarbarn sitt, Isabellu, tveggja ára stúlku sem býr í barnaþorpi í Tansaníu. Börnin eru að sjálfsögðu komin í mikið jólaskap og sungu fyrir okkur jólalag sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá heimsókn þeirra.

Álfaheiði er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna. Árið 2002 gerðist skólinn styrktarforeldri Lúkasar sem þá var þriggja ára og bjó í SOS barnaþorpi í Argentínu. Hann er nú orðinn 19 ára, fluttur úr þorpinu og farinn að standa á eigin fótum.

Isabella varð tveggja ára í nóvember og halda börnin á Álfaheiði upp á afmæli hennar rétt eins og ávallt var gert í tilfelli Lúkasar. Á leikskólanum eru ýmsar söfnunarleiðir fyrir framlagi barnanna og komu þau með 54,225 krónur sem þau höfðu safnað. 46,800 krónur er sú upphæð sem styrktarforeldrar greiða á einu ári. Afangurinn af peningnum var lagður inn á framtíðarreikning Isabellu.

SOS Barnaþorpin þakka öllum á Álfaheiði og öðrum Sólblómaleikskólum kærlega fyrir þeirra góða starf og gjafmildi.

Nýlegar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.