Fréttayfirlit 12. júlí 2018

Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin

Börnin í Arnarsmára söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin

Þessi duglegu börn í leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi heimsóttu skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í vikunni og afhentu pening sem þau höfðu safnað í Sólblómabaukinn sinn. Arnarsmári er einn af Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem á ýmsa vegu safna framlögum í þágu umkomulausra barna.

Samtals söfnuðu börnin 16,050 krónum og verður peningnum varið í Fjölskyldueflingarverkefni í Perú. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nefnilega tvo slík verkefni, í Perú og Eþíópíu.

Myndskeið frá heimsókninni má sjá á Facebook síðunni okkar

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...