Frétta­yf­ir­lit 15. apríl 2017

Börn­in njóta góðs af þeirra ævi­starfi

Í byrj­un árs 2017 fengu SOS Barna­þorp­in erfða­gjöf í formi íbúð­ar. Íbúð­in var í eigu hjón­anna Rena­te Scholz og Ás­geirs Kristjóns Sör­en­sen. Ás­geir lést árið 2009 en Rena­te árið 2015. Hjón­in voru barn­laus og áttu eign­ir þeirra því að renna lög­um sam­kvæmt til rík­is­sjóðs eft­ir þeirra dag, nema þau gerðu erfða­skrá og ráð­stöf­uðu eig­um sín­um þannig sjálf.

Það varð raun­in að Rena­te ákváð árið 2013 að gera erfða­skrá þar sem skýrt var kveð­ið á um að íbúð þeirra í Há­holti 16 í Hafnar­firði skyldi renna til SOS Barna­þorp­anna en hjón­in höfðu ver­ið styrktarað­il­ar sam­tak­anna í árarað­ir. Erfða­skrá­in var skráð hjá sýslu­manni og var í hans vörslu þar til Rena­te lést en í kjöl­far­ið fengu SOS Barna­þorp­in íbúð­ina af­henta.

Ásgeir og Renate voru miklir hestaáhugamenn.JPGHjón­in voru afar sam­hent sam­kvæmt að­stand­end­um og ein­kennd­ist hjóna­band­ið af virð­ingu og vináttu. Þau höfðu bæði mik­ið dá­læti á hest­um. Ás­geir lærði hús­gagna­bólstrun og vann alla starfsævi sína við þá iðn. Rena­te vann lengi hjá St. Jós­efs­systr­um, fyrst á spít­al­an­um í Hafnar­firði en síð­ar við skól­ann í Landa­koti.SOS Barna­þorp­in eru hjón­un­um inni­lega þakk­lát og hef­ur stjórn SOS á Ís­landi sett fjár­mun­ina í sér­stak­an sjóð sem út­hlut­að verð­ur úr í þágu barna.

Hulda gaf eina millj­ón

Hjón­in eru þó ekki þau einu sem vilja láta skjól­stæð­inga SOS Barna­þorp­anna njóta góðs af ævi­starfi sínu. Mik­ill fjöldi ein­stak­linga um all­an heim ánafn­ar SOS eign­um sín­um að hluta til eða öllu leyti eft­ir sinn dag og þannig geta sam­tök­in hjálp­að mun fleiri börn­um en ella.

Í fe­brú­ar 2017 var SOS Barna­þorp­un­um til­kynnt um erfða­gjöf frá konu að nafni Hulda G. Böðv­ars­dótt­ir. Um var að ræða eina millj­ón króna sem Hulda af­leiddi SOS að með því skil­yrði að fjár­mun­un­um yrði var­ið á sem best­an máta fyr­ir skjól­stæð­inga sam­tak­anna.

Hulda bjó í Reykja­vík og átti enga lögerf­ingja. SOS Barna­þorp­in voru ekki einu fé­laga­sam­tök­in sem nutu góðs af vel­vild Huldu en Katta­vina­fé­lag Ís­lands, Bugl -barna og ung­linga­deild LSH, og Geð­hjálp fengu einnig eina millj­ón króna hvert um sig frá Huldu.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...