Frétta­yf­ir­lit 3. apríl 2020

Breyt­ing­ar hafa smá­vægi­leg áhrif á styrktarað­ila

Breytingar hafa smávægileg áhrif á styrktaraðila

Covid-19 heims­far­ald­ur­inn kem­ur að ein­hverju leyti nið­ur á starf­semi SOS Barna­þorp­anna um all­an heim. Við vilj­um af því til­efni upp­lýsa þig um mögu­leg­ar breyt­ing­ar sem þú gæt­ir fund­ið fyr­ir í þjón­ustu okk­ar við þig á næstu mán­uð­um. Sam­tök­in þurfa að gera ýms­ar breyt­ing­ar sem eru þó að­eins tíma­bundn­ar og við mun­um kapp­kosta við að láta þig finna sem minnst fyr­ir þeim.

Eft­ir­far­andi biðj­um við þig um að hafa í huga.

1 Ekki senda bréf eða pakka

Styrktar­for­eldr­ar eru hvatt­ir til að bíða með að senda bréf eða pakka til barn­anna. Ekki er hægt að tryggja að þess­ar send­ing­ar kom­ist á leið­ar­enda í nú­ver­andi ástandi.

2 Eng­ar heim­sókn­ir í barna­þorp

All­ar heim­sókn­ir eru bann­að­ar í SOS barna­þorp næstu mán­uð­ina. Styrktar­for­eldr­ar skulu því bíða með að skipu­leggja slík­ar ferð­ir þang­að til að­stæð­ur breyt­ast.

3 Bréf til styrktar­for­eldra og þorps­vina

Mögu­leiki er á að bréfa­send­ing­arn­ar frá barna­þorp­un­um til styrktarað­ila riðlist að­eins til í ein­staka til­fell­um á þessu ári. Á með­an höml­ur eru á heim­sókn­um í barna­þorp­in er erf­ið­ara að safna upp­lýs­ing­um um börn­in til að deila með þér.

4 Nýir styrktar­for­eldr­ar

Nýir styrktar­for­eldr­ar fá áfram upp­lýs­inga­möppu með mynd og upp­lýs­ing­um um þeirra styrkt­ar­barn. Á því verð­ur eng­in breyt­ing.

5 Við erum til stað­ar fyr­ir þig

Haf­irðu ein­hverj­ar spurn­ing­ar er þér vel­kom­ið að hafa sam­band við okk­ur. Ef þú lend­ir í fjár­hags­vand­ræð­um en vilt halda áfram að styðja við börn­in þá vilj­um við endi­lega heyra frá þér og skoða hvernig við get­um kom­ið til móts við þig á þess­um erf­iðu tím­um.

Skrifstofutími SOS Barnaþorpanna á Íslandi er sem hér segir:
9-16 mánudaga til fimmtudaga
9-13 föstudaga
Lokað um helgar.

Öll­um skila­boð­um er svar­að við fyrsta tæki­færi.

Að lok­um vilj­um við þakka þér inni­lega fyr­ir stuðn­ing­inn við mun­að­ar­laus og yf­ir­gef­in börn. Hann hef­ur sjald­an ver­ið mik­il­væg­ari en nú.

Frá SOS í Nepal

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...